Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ásta Stefánsdóttir.
Ásta Stefánsdóttir.
Mynd / MHH
Fréttir 10. nóvember 2022

Ekkert apótek í Uppsveitum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Lyfja skellti í lás í útibúi sínu í Laugarási í Bláskógabyggð 1. nóvember sl. Því er ekkert starfandi apótek í Uppsveitum Árnessýslu.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er einnig með útibú í Laugarási og hefur því ekki lengur apótek til að vísa sínum skjólstæðingum á. Þá er mikil óánægja hjá heimafólki í Bláskógabyggð með lokunina.

„Þetta hefur vitanlega þau áhrif að fólk getur ekki nýtt sömu ferð til að leita læknisaðstoðar og fá þau lyf sem læknir ávísar. Það eru miklar vegalengdir sem um ræðir og þetta kallar þá á aukaferð á Selfoss eða annan stað þar sem apótek er staðsett.

Íbúar eru mjög óhressir með þessar breytingar og óttast að með þessu grafi undan heilbrigðisþjónustu í heimabyggð,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Lyfja hafði verið starfandi í Laugarási síðan árið 1997 en einn
starfsmaður vann í útibúinu.

„Ein af ástæðum lokunaronnar er minnkun í veltu síðastliðin ár á sama tíma sem rekstrarkostnaður hefur verið að aukast. Lyfja býr þó vel að því að geta áfram þjónustað íbúa Bláskógabyggðar í Lyfju Selfossi þar sem opnunartími er lengri og viðskiptavinir hafa þar fullt aðgengi að vöru- og þjónustuframboði,“ segir Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslunarsviðs Lyfju.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...