Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ekkert svigrúm til að auka stuðning við íslenska grænmetisframleiðslu
Fréttir 25. maí 2023

Ekkert svigrúm til að auka stuðning við íslenska grænmetisframleiðslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Garðyrkjubændur fá ekki hljómgrunn hjá samninganefnd stjórnvalda, við endurskoðun búvörusamninga, um aukinn stuðning við íslenska grænmetis­framleiðslu. Þó eru uppi ótvíræð áform hjá íslenskum stjórnvöldum – í orði kveðnu – um að stuðla að aukinni framleiðslu á næstu árum.

Þessi áform hafa birst í ýmsum myndum á undanförnum misserum en svo virðist sem hugur fylgi ekki máli að því samningaborði sem fulltrúar stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands sitja nú við í þeim tilgangi að endurskoða búvörusamningana. Þar virðist ekkert svigrúm vera til aukins stuðnings við íslenska garðyrkju.

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að hann hafi bundið vonir við þessar samningaviðræður þar sem fyrirheit hafi verið gefin um aukinn stuðning við greinina til vaxtar. „Við höfum séð þetta ítrekað hjá stjórnvöldum að talað sé um að auka eigi grænmetisframleiðsluna, fyrst í stjórnarsáttmálanum og svo fögnuðum við því auðvitað gríðarlega nú síðast að sjá þessa fjármálaáætlun, þar sem gert var ráð fyrir að skilyrði yrðu sköpuð fyrir 25 prósenta vexti greinarinnar á næstu fjórum árum.“

Seinni endurskoðun garðyrkjusamnings búvörusamninganna stendur nú yfir. „Því miður virðist raunin vera sú að skilaboðin til okkar frá samninganefnd stjórnvalda eru að ekkert viðbótarfjármagn sé í boði til frekari stuðnings,“ segir Axel.

Hentar nýliðum illa

Axel segir að í málflutningi samninganefndar stjórnvalda hafi komið fram að einhverjir möguleikar væru í boði um að færa fjármuni á milli liða samningsins, en það hafi verið tekið skýrt fram að ekkert fáist til viðbótar. „Þá spyr maður sig; hvernig á íslensk garðyrkja að vaxa um þessi 25 prósent á næstu fjórum árum ef engir eru beinir hvatar til framleiðsluaukningar og áfram verður mjög erfitt fyrir nýliða að koma inn í greinina?

Við fórum mjög vel yfir núverandi samning með þessari nefnd og samningurinn, eins og hann er byggður upp í dag, hentar ágætlega þeim sem eru nú þegar starfandi í garðyrkju. Hann hentar hins vegar engan veginn þeim sem vilja koma nýir inn í greinina eða þeim sem vilja stækka við sig og gera meira. Hann er sumsé letjandi á framleiðsluaukningu, sem er mjög slæmt.“

Niðurgreiðsla dreifingarkostnaðar

„Það þarf að breyta samningnum og bæta á þann veg að það komi aukalega til fjármagn til að styðja við þessa framleiðsluaukningu sem mikið hefur verið talað um. Við teljum okkur hafa komið þessum skilaboðum skýrt á framfæri við samninganefndina og þar með stjórnvöld. Einn fundur hefur verið haldinn vegna garðyrkjusamningsins en fleiri fundir almennt um endurskoðun búvörusamninganna,“ útskýrir Axel.

Auk þessa viðbótarfjármagns sem kallað er almennt eftir inn í greinina til framleiðsluaukningar, segir hann að lögð sé áhersla í viðræðunum á að auka fjármagn til niðurgreiðslu á dreifingarkostnaði raforku. „Núna er þessi pottur 400 milljónir sem kom inn í samninginn við gerð síðustu búvörusamninga. Þannig að ef menn stækka sínar stöðvar eða það fjölgar í greininni, þá er bara minna eftir handa öðrum. Þetta fyrirkomulag gengur auðvitað ekki upp ef stjórnvöld ætla að halda þessum stuðningi áfram og að hann haldi gildi sínu. Við erum því að berjast fyrir því að ná þessari niðurgreiðslu niður í einhverja fasta prósentu þannig að vitað sé hjá hverjum og einum hvað hann fær í stuðning.“

Uppbygging í kjölfar aukinnar niðurgreiðslu

Axel bendir á að það standi einmitt í stjórnarsáttmálanum – að aukinni framleiðslu á grænmeti eigi að ná með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og raunar með sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga.

„Við fyrri endurskoðun árið 2020 var bætt 200 milljónum króna við samninginn og þar með gert ráð fyrir aukningu í framleiðslu. Af þeirri fjárhæð fóru 70 milljónir til stækkunar á þessum potti, enda jókst framleiðslan þá talsvert í kjölfarið af því að gróðurhús voru byggð á um tíu þúsund fermetrum.“

Axel segir að það hafi sýnt sig að mun meiri eftirspurn er eftir íslensku grænmeti en framboð. Því hljóti stjórnvöld að hafa metnað til að skapa hér aðstæður til að auka framleiðsluna töluvert með auknum nýliðunar- og fjárfestingarstuðningi – sérstaklega í því ljósi að hér sé stefnt á að tryggja fæðuöryggi landsins til framtíðar.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...