Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Magnússon.
Kristján Þór Magnússon.
Fréttir 20. desember 2019

Ekki hægt að sitja uppi með þá áhættu að milljarðar tapist

„Í veðurofsanum undanfarna daga urðum við í Norðurþingi hvað verst úti í dreifbýlinu hér á svæðinu sem og er rafmagni aðeins skammtað á Kópaskeri og Raufarhöfn sem stendur. Óvíst er hve lengi sú staða varir en mikið tjón er á línum sem fæða byggðarlögin tvö. Það kemur bersýnilega í ljós við svona aðstæður hversu nauðsynlegar öflugar rafmagnstengingar eru til að ekki þurfi að hægja, jafnvel stöðva heilu samfélögin í fleiri daga vegna tjóns,“ segir í yfirlýsingu Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra í Norðurþingi.  
 
Hann segir margt leita á hugann eftir að storminn hefur lægt, m.a. hversu óvægin náttúran geti verið og við lítil andspænis þeim öflum sem engu eira.
 
Kristján Þór segir að ef Bakka og Þeistareykja hefði ekki notið við hefðu íbúar á Húsavík orðið mun verr fyrir barðinu á ofsanum en raun varð á.
 
„Það er að mínum dómi mikið áhyggjuefni hversu illa dreifikerfi rafmagns er undirbúið undir veður sem þessi víða um land. Þótt þónokkuð hafi áunnist í að koma „hágæðakerfi“ rafmagnsins í jörðu verðum við að gera mun betur í þeim efnum. Og það er vel hægt,“ segir hann.
 
Má ekki gerast að smærri sveitarfélög sitji eftir
 
Nærtækasta dæmið séu viðbrögð við fjárskaðaveðrinu 2012 og með hvaða hætti var bætt úr raforkuöryggi við Mývatn í kjölfar þess hildarleiks sem íbúar svæðisins lentu í.
 
„Það er auðvitað ekki hægt að sitja uppi með þá áhættu að milljarðar tapist í frystigeymslum sjávarútvegs- og landbúnaðarfyrirtækja eins og við eigum t.a.m. í Fjallalambi á Kópaskeri og GPG á Raufarhöfn árið 2019 vegna yfirvofandi rafmagnsskorts í ríku landi sem okkar. Það má ekki gerast að smærri byggðarlög sitji eftir þegar kemur að úrbótum og tryggingum á afhendingaröryggi rafmagns. Við eigum ekki að sætta okkur við það,“ segir Kristján Þór í yfirlýsingu sinni. Raufarhöfn sé lífæð byggðarlagsins og vinnsla  GPG á staðnum hafi svo að segja verið í lamasessi vegna stöðunnar. 
Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.