Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Endurbætur hafa verið gerðar á Reykhólahöfn.
Endurbætur hafa verið gerðar á Reykhólahöfn.
Fréttir 9. mars 2021

Endurbætur gerðar á Reykhólahöfn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Kveikt var á nýjum stefnuvita á sjóvarnagarðinum við höfnina á Reykhólum nýverið. Stefnuvitinn er til leiðbeiningar um stað­setningu skipa í innsiglingar­rennu að höfninni. Einnig var sett hliðarmerki austan við enda innsiglingar­rennunnar fjær höfn­inni, sem er grænn staur eða bauja með ljósmerki.

Endurbygging og stækkun stálþils­bryggjunnar er á fram­kvæmda­­áætlun siglingasviðs Vega­gerðar­innar 2021–2024.
Stækkunin er lenging á viðlegu­kanti til suðvesturs, þannig að bryggj­an, sem er eins og L í laginu, verður T laga.

Bætt aðstaða fyrir stærri skip

Bætir það umtalsvert aðstöðu fyrir stærri flutningaskip, en erfiðleikar hafa stundum verið með þau við bryggjuna, ekki síst í hvassviðri, vegna þess að þau eru lengri en viðlegukanturinn. Stefnt er að því að bjóða verkið út á þessu ári og ættu framkvæmdir að geta hafist í upphafi næsta árs, að því er fram kemur í frétt á vef Reykhólahrepps.

Undirbúningur er hafinn, verið er að jafna botninn og grafa skurð þar sem viðbótin á bryggjuna kemur. Svo heppilega vildi til að dýpkunarprammi frá Hagtaki Hf., sem notaður var við að hreinsa innsiglingarrennuna í fyrrasumar, var geymdur við bryggju á Reykhólum í vetur og því til taks í þetta verkefni. 

Skylt efni: Reykhólar

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...