Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Endurbætur hafa verið gerðar á Reykhólahöfn.
Endurbætur hafa verið gerðar á Reykhólahöfn.
Fréttir 9. mars 2021

Endurbætur gerðar á Reykhólahöfn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Kveikt var á nýjum stefnuvita á sjóvarnagarðinum við höfnina á Reykhólum nýverið. Stefnuvitinn er til leiðbeiningar um stað­setningu skipa í innsiglingar­rennu að höfninni. Einnig var sett hliðarmerki austan við enda innsiglingar­rennunnar fjær höfn­inni, sem er grænn staur eða bauja með ljósmerki.

Endurbygging og stækkun stálþils­bryggjunnar er á fram­kvæmda­­áætlun siglingasviðs Vega­gerðar­innar 2021–2024.
Stækkunin er lenging á viðlegu­kanti til suðvesturs, þannig að bryggj­an, sem er eins og L í laginu, verður T laga.

Bætt aðstaða fyrir stærri skip

Bætir það umtalsvert aðstöðu fyrir stærri flutningaskip, en erfiðleikar hafa stundum verið með þau við bryggjuna, ekki síst í hvassviðri, vegna þess að þau eru lengri en viðlegukanturinn. Stefnt er að því að bjóða verkið út á þessu ári og ættu framkvæmdir að geta hafist í upphafi næsta árs, að því er fram kemur í frétt á vef Reykhólahrepps.

Undirbúningur er hafinn, verið er að jafna botninn og grafa skurð þar sem viðbótin á bryggjuna kemur. Svo heppilega vildi til að dýpkunarprammi frá Hagtaki Hf., sem notaður var við að hreinsa innsiglingarrennuna í fyrrasumar, var geymdur við bryggju á Reykhólum í vetur og því til taks í þetta verkefni. 

Skylt efni: Reykhólar

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...