Endurbætur gerðar á Reykhólahöfn
Kveikt var á nýjum stefnuvita á sjóvarnagarðinum við höfnina á Reykhólum nýverið. Stefnuvitinn er til leiðbeiningar um staðsetningu skipa í innsiglingarrennu að höfninni. Einnig var sett hliðarmerki austan við enda innsiglingarrennunnar fjær höfninni, sem er grænn staur eða bauja með ljósmerki.