Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjallalamb á Kópaskeri. Sláturtíð hefst þar 15. september.
Fjallalamb á Kópaskeri. Sláturtíð hefst þar 15. september.
Mynd / smh
Fréttir 4. ágúst 2020

Engar ákvarðanir um afurðaverð hjá KS og Fjallalambi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Stefna okkar er að gera ávallt okkar besta í að greiða raunhæft afurðaverð sem byggir á markaðs- og rekstrarlegum forsendum,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðu­maður Kjötafurðastöðvar KS. 
 
Ákvörðun um afurðaverð í kom­andi sláturtíð hjá KS liggur ekki fyrir,  en  búið er að gefa út álags­greiðslur fyrir fyrstu vikurnar. Hann segir þó líklegt að farið verði yfir það og metið hvort þörf sé á endurskoðun á því sem áður hefur verið kynnt. Það yrði gert fljótlega.
 
Ágúst Andrésson.
Ágúst segir að birgðastaða verði í lágmarki þegar slátrun hefst í haust og því minni þörf á útflutningi.
 
„Það er eins og gengur að sumt fellur með, annað á móti. Við erum að meta þetta og ræða við okkar helstu kaupendur um hvernig verð geti þróast í haust. Þegar það liggur fyrir þá munum við gefa út upphafsverð og meta það svo þegar fram líður hvort við getum bætt einhverju við, eins og verið hefur,“ segir Andrés. 
 
Líklegt að slátrun hefjist 24. ágúst
 
Stefnt er að því að hefja slátrun hjá KKS dagana 24. eða 25. ágúst en nokkru síðar hjá SKVH á Hvammstanga, eða 7. september. Ágúst kveðst vonast eftir sambærilegu innleggi og á liðnu hausti en félagið gæti bætt við sig. 
 
Aukinn kostnaður við að koma fólki til landsins
 
Hvað mönnun sláturhúsa varðar segist hann gera ráð fyrir að leysa málin með erlendu vinnuafli líkt og verið hefur undanfarin ár.
 
„Aðalmálið er að finna út úr því hvað við þurfum að gera til að koma manskapnum til okkar, vinna það í tíma til að gæta fyllsta öryggis í sóttvörnum vegna kórónuveirunnar.  Hvernig sem á það er litið þá mun fylgja því aukinn kostnaður,“ segir Ágúst. Sú breyting verður þó á í haust að nýsjálenskir slátrarar verða ekki að störfum hjá KKS í haust og því þarf að þjálfa annað starfsfólk í þær stöður sem þeir áður gegndu. „Við munum að öllum líkindum fara aðeins hægar af stað með minni slátrun hvern dag,“ segir hann. 
 
Fjallalamb tjáir sig ekki um viðmiðunarverð LS
 
Sláturtíð hjá Fjallalambi á Kópaskeri hefst 15. september og henni lýkur í lok október. Hugsanlega verður einhver forslátrun fyrr, að sögn Björns Víkings Björnssonar fram­kvæmda­stjóra.
 
Björn Víkingur Björnsson.
Hann segir að margir af starfs­mönnum fyrri ára hafi sótt um vinnu í sláturtíð hjá Fjallalambi en kórónuveiran hafi veruleg áhrif þar á. „Það snýst allt um það að koma eins og mögulegt er í veg fyrir að smit komist inn í fyrirtækið. Þess vegna vil ég frekar ráða fólk sem býr á Íslandi, en það er lítið sótt um.“
 
Björn Víkingur segir birgðastöðu fyrirtækisins nokkuð góða. Hann vill ekki tjá sig um viðmiðunarverð sem Landssamtök sauðfjárbænda gáfu út fyrir nokkru. „En hækkun til bænda hlýtur að vera háð væntingum okkar um hækkanir úti á markaði,“ segir Björn Víkingur.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...