Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Engar breytingar í sumar á reglum um útrýmingu
Fréttir 12. júlí 2023

Engar breytingar í sumar á reglum um útrýmingu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé í sumar.

Starfshópur var skipaður í lok maí sem var falið að skila tillögum til matvælaráðherra 1. nóvember varðandi nýja nálgun við útrýmingu á riðuveiki. Hópnum var falið að vinna að greiningu á núverandi stöðu, útfærslu á aðferðafræði við ræktun fjár með verndandi arfgerðir og mati á breyttri nálgun aðgerða gegn riðuveiki.

Í svari matvælaráðuneytisins, við fyrirspurn um mögulegar breytingar í sumar á reglunum, kemur fram að á meðan sérfræðingahópurinn sé að störfum mun ráðuneytið ekki leggja til breytingar á þeim reglum sem gilda um útrýmingu á riðuveiki enda munu breytingar byggja á tillögum sérfræðingahópsins. Heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um útrýmingu á riðu muni fara fram þegar sérfræðingahópurinn hefur skilað tillögum sínum.

Í fyrirspurninni var einnig spurt um efni stöðuskýrslu sem til stóð að starfshópurinn skilaði 15. júní. Í svarinu kemur fram að yfirdýralæknir hafi verið í leyfi frá störfum á þeim tíma og því hafi skýrslunni ekki verið skilað, en áætlað sé að henni verði skilað á næstunni.

Af svörum ráðuneytisins er ljóst að ekki stendur til að breyta reglum um bótagreiðslur til bænda sem hafa lent í niðurskurði. Í svörunum kemur þó fram að enn sé unnið að samningum um bótagreiðslur við bændur í Miðfirði.

Skylt efni: Riðuveiki

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...