Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Engin rök lögð fram um að orkupakki 3 sé hagstæður fyrir Íslendinga
Mynd / BBL
Fréttir 15. nóvember 2018

Engin rök lögð fram um að orkupakki 3 sé hagstæður fyrir Íslendinga

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, sagði í samtali við Bændablaðið að hann skildi ekki í hverju hans misskilningur ætti að liggja eins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið haldi fram í sinni yfirlýsingu.  

Gunnar Þorgeirsson.

„Maður veltir þá fyrir sér hver sé hinn raunverulegi skilningur í málinu. Ég hef ekki heyrt nein  rök fyrir því að það sé gott fyrir íslenska þjóð að innleiða þetta annað en að við verðum að gera þetta af því að við séum undir EES samningnum. Ef það er orðin staðreynd að við þurfum að afsala okkur öllu því á grundvelli EES samningsins sem við ætlum að hafa sjálfstæði yfir, erum við þá ekki á rangri leið – eða hvað? Í mínum skilningi er það þannig. Ég hef ekki heyrt nein rök fyrir því að þetta sé kostur. 

Margir segja að við höfum innleitt orkupakka 1 og 2 sem innihaldi ekki minna valdaafsal, þá spyr ég; voru menn ekki vakandi þegar þeir innleiddu orkupakka 1?“ segir Gunnar. 

Hann furðar sig líka á að það skuli vera ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem ætli sér að leggja fram tillögu um þessa innleiðingu þegar fyrir liggi samþykkt landsfundar flokksins um að gera það ekki. Þá veki líka athygli þögn ráðherra hinna flokkanna í ríkisstjórninni um málið. 

Fyrrverandi ráðherra skýtur á Bændablaðið

Orð Björns Bjarnasonar á Facebook-síðu sinni á dögunum um þetta mál hafa líka vakið athygli. Þar sagði hann m.a.:  

Björn Bjarnason.

„Löngu tímabært að ráðuneytið taki af skarið um þetta. Bændur og Bændablaðið eiga ekki að láta andstæðinga EES-samningsins í Noregi ráða afstöðu sinni í þessu máli. Svo virðist sem þeir ætli að beita Íslendingum fyrir vagn sinn eftir að þeir urðu undir á norska þinginu.“ Björn talar einnig um óvænta upphlaupið vegna þriðja orkupakkans og gagnrýnir ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2018. 

Kjarninn greindi frá því fyrir nokkru að þessi sami Björn Bjarnason hefur verið skipaður af utanríkisráðherra til að sinna formennsku í starfshópi sem hefur það hlutverk að vinna skýrslu um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt ráðuneytinu er með skýrslunni verið að koma til móts við beiðni frá hópi þingmanna um skýrslu utanríkisráðherra um kosti og galla aðildar Íslands að EES-samningnum sem samþykkt var á Alþingi fyrr á þessu ári. 

 

Gagnrýni á gagnrýni ráðuneytisins

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræð-ingur gerir margvíslegar athugasemdir við þessa yfirlýsingu ráðuneytisins í Bændablaðinu í dag (bls. 44–45). Hann segir m.a. að ráðuneytið og lögfræðilegir ráðgjafar þess hafi ekki haft uppi neina tilburði til að greina afleiðingar „orkupakkans“ á íslenska raforkumarkaðinn. Þá bendir hann einnig á að norski lagaprófessorinn Peter Örebech hafi þegar hrakið ítarlega öll lögfræðileg rök sem ráðuneytið lét gera til að réttlæta innleiðingu orkupakkans og lesa má um í síðasta Bændablaði. 

Bjarni Jónsson.

Bendir Bjarni jafnframt á að óhjákvæmilegt sé að markaðsvæðing raforkunnar hérlendis vegna innleiðingar orkupakkans muni leiða til verðhækkana til notenda (utan langtímasamninga) og minna afhendingaröryggis forgangsorku vegna þess, að samræmd orkulindastýring sé bönnuð sem óleyfilegt markaðsinngrip ríkisins á Innri markaði ESB. 

„Þetta mun allt gerast, þótt raforkukerfi landsins verði áfram ótengt við millilandasæstreng,“ segir Bjarni í grein sinni. 

– Sjá nánar um orkupakka 3 og tengd mál á síðum 8, 20–21 og 44–46 í nýju Bændablaði.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...