Evrópskir bændur biðja um markaðsstuðning vegna bandarískra tolla
Höfundur: /Bondelaget - ehg
Landbúnaðarráðherrar frá Ítalíu og Frakklandi hafa óskað eftir því við Evrópusambandið að nota markaðsstuðning til að hjálpa bændum við áhrifin sem tollurinn sem settur var á í Bandaríkjunum hefur.
Tollurinn, sem er 25%, var innleiddur eftir að Bandaríkin fengu staðfestingu á því að evrópska félagið Airbus hafði fengið ólöglegan stuðning. Vín, viskí, ólífur og mjólkurvörur eru meðal þeirra vöruflokka sem verða fyrir barðinu á tollinum. Ítalir óska eftir stuðningi á sérstakri geymslu á dýrum ostum og Frakkar vilja ráðstafanir fyrir vín. Ólífubændur, sem áttu í vandræðum áður en tollurinn var settur á fá nú þegar aðstoð en eftir um það bil ár er reiknað með úrskurði í svipuðu máli gegn Boeing sem getur endað með því að Evrópusambandið setji á ráðstafanir gegn Bandaríkjunum.