Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Mynd 4
Mynd 4
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Höfundur: Guðrún Hildur Gunnarsdóttir og Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautar á búfjárræktarsviði.

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er okkar helsta verkfæri og bústjórnartæki þegar kemur að skráningu í sambandi við gripina okkar í sauðfjárrækt.

Bókin kemur núna út í A4 stærð en er að öðru leyti lík þeirri gömlu nema við hafa bæst nokkrir nýir dálkar, upplýsingadálkar um gripina ásamt nýjum skráningadálkum. Vorbókin er því orðin enn betra verkfæri og bústjórnartæki í nákvæmnisbúskap og utanumhaldi um ærnar í hjörðunum okkar. Hér verður farið yfir helstu breytingar á vorbókinni:

Mynd 2.

Stærstur hluti bókarinnar er tileinkaður lifandi ám. Vinstri helmingur opnunnar er upplýsingasíða (sjá mynd 1) þar sem margt kunnuglegt er að finna. Breytingin sem grípur eflaust augu margra er að nú birtast „Riðuflögg“ (sjá mynd 2) við hvern þann grip sem hefur verið arfgerðargreindur í Fjárvís. Nánari upplýsingar um ræktun gegn riðu og hvað flöggin og breytileikarnir tákna má finna á heimasíðu RML.

Fleiri reitir bætast við eins og upplýsingar um forystu- og feldfjárhlutfall gripa. Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum forystufjárhlutfalls gripa í Fjárvís og mun skráð hlutfall birtast í þeim reit. Feldfjárhlutfall gripa er skráning sem er ekki komið í gagnið enn þá en stefnt á að vinna á sama hátt og forystufjárhlutfallið. Einnig eru dálkar sem gefa til kynna hvort gripur hafi fengið greiningu á bógkreppugeni og/eða Þokugeni. Sé dálkurinn tómur hefur gripurinn ekki fengið greiningu. Fái gripurinn 0 (núll) hefur hann verið greindur og ber ekki genið, sé gripurinn arfblendinn fær hann 1 og ef hann er arfhreinn fær hann 2. Athugið að þetta eru ekki skráningareitir, þarna birtast upplýsingar sem lesnar hafa verið inn í Fjárvís.

Mynd 1 - Vinstri blaðsíða vorbókarinnar.

Við kynbótamatseinkunnir ánna hafa bæst tvær einkunnir: Fallþungi bein áhrif (FÞ B) og fallþungi mæðraáhrif (FÞ M). Kynbótamat fyrir FÞ B á að vera mat á vaxtargetu lamba undan ánum en FÞ M er mat á afurðasemi ánna.

Skemmtilegur upplýsingagluggi er á vinstri opnunni sem ber heitið „Ærin í fyrra“. Þessir reitir eru tómir nú í ár en á næsta ári munu þar birtast upplýsingar um skráningar sem ærnar hafa fengið árið áður, m.a. skráningar úr nýjum skráningarreitum sem verða nefndir hér á eftir. Hugmyndin er að minnka flettið í gömlu bókinni til að athuga hvort einhverjar skráningar eða athugasemdir hafi verið gerðar um ána árið áður.

Þá lítum við yfir á hægri opnuna hjá ánum (sjá mynd 3). Rétt er að taka fram að lýsingar á öllum skráningavalmöguleikum er að finna innan á bókarkápu.

Mynd 3 - Hægri blaðsíða vorbókarinnar.

Fósturtalningadálkurinn (FT) hefur færst yfir á hægri síðu og er tvískiptur. Efri reiturinn er skráning á fjölda talinna fóstra en í neðri reitnum er hægt að skrá nánari athugasemdir við fósturtalninguna (t.d. „fóstur misstór“ eða „öll fóstur dauð/drepast“).

Við „Lambið“ hefur bæst við dálkurinn „Stærð“ þar sem möguleiki er að skrá fæðingarstærð lambanna. Hvert lamb fær þar eigin skráningu samkvæmt lyklinum „Fæðingarstærð lambs“ sem skiptist í 5 flokka. Ekki er gerð krafa um að lömbin séu vigtuð heldur er um sjónmat að ræða. Áhugavert er að skrá stærð marglembinga og gemlingslamba.

Þá hafa bæst við þrír tvískiptir dálkar undir „Ærin“ þar sem hægt er að skrá ýmislegt sem tengist ánni. Þetta eru reitirnir sem gefa upplýsingar fyrir næsta ár í „Ærin í fyrra“. Því meira sem við skráum þarna því meira mun birtast á næsta ári. Upplýsingarnar flytjast ekki á milli margra ára, bara frá árinu á undan.

Fyrst má nefna „Geðslag“. Efri reiturinn er skráning á „geðslagi fullorðinna gripa að vetri til / í húsum“ og bændur geta því skráð hjá sér hvort gripir eru t.d. „Fremur geðillur/kaldlyndur/mannýgur/ styggur/örlyndur“ eða „Fremur rólegur/gæfur/skapgóður gripur“. Neðri reiturinn er skráning á „hegðun á sauðburði“ og þar er m.a. hægt að skrá hvort ærin hefur verið „ill við lömbin sín“ eða hvort hún var „áhugalaus móðir“. Næst er það dálkur er nefnist „Spenar“. Efri reiturinn er skráning á „Spenastærð“ (4 flokkar) og er gagnlegt fyrir bændur sem lenda í vandræðum á sauðburði með ær með mjög stóra spena og þurfa (jafnvel ár eftir ár) sérstakt eftirlit með að lömbin komist örugglega á spena. Í neðri reitnum er hægt að skrá frekari athugasemdir við spena s.s. „aukaspenar til vandræða“ eða „sár á spena“. Ærin á mynd 4 fær lykilinn 2 „mátulegir spenar“ fyrir spenastærð. Þeir virðast vera af hæfilegri stærð og ágætlega staðsettir. Að lokum er dálkur sem heitir „Júgur“. Efri reiturinn er skráning á júgurbólgutilfellum og í neðri reitnum frekari athugasemdir við júgur ánna, t.d. mjög sigið júgur eða mikil umframmjólk.

Atburðaskráninguna þekkjum við vel en bætt hefur verið við listann. Hægt er að skrá fleiri en einn lykil með því að setja bandstrik á milli lykla.

Aftasti dálkurinn „Lamb í haust“ er síðasti dálkurinn. Hér er hægt að skrá hvort okkur lítist strax að vori vel á lambið til ásetnings og kjósum að merkja við að það eigi að fara í ásetningsúrval í haust eða er pottþétt sláturlamb. Hugmyndin er að tengja saman vor- og haustbók, að þessi lykill birtist líka í haustbók við þau lömb sem fengu skráningu. Í bókinni fá hrútarnir heila opnu (sjá mynd 5) þar sem bætast við miklar upplýsingar miðað við eldri útgáfuna. Auk upplýsinga um föður og móður má nú sjá afa og ömmur hrútanna, nánast fullan lambadóm og allar kynbótamatseinkunnir. Líkt og hjá ánum koma einnig riðuflöggin ef hrútarnir hafa verið arfgerðargreindir. Nú er hægt að skrá athugasemdir yfir fengitíð hjá hrútunum ásamt geðslagi þeirra og atburðum líkt og hjá ánum.

Mynd 5. Efri mynd er vinstri blaðsíða hrútaopnunnar. Neðri mynd er hægri blaðsíða hrútaopnunnar.
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...