Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ágúst G. Pétursson, bóndi í Hjarðarholti í Dölum, nýkominn í Ljárskógarétt ofan af Ljárskógafjalli.
Ágúst G. Pétursson, bóndi í Hjarðarholti í Dölum, nýkominn í Ljárskógarétt ofan af Ljárskógafjalli.
Mynd / smh
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðardals. Að sögn Ágústs G. Péturssonar, bónda í hinu forna höfuðbóli Hjarðarholti í Laxárdal, kom fé þokkalega vænt af fjalli, en smalað var Ljárskóga- fjall í Dölum.

„Miðað við hvernig vorið var þá finnst mér það koma bara nokkuð vel af fjalli og mér heyrist á öðrum hér sveitinni að þetta sé alveg þokkalegt. Það gekk vel að smala, þetta var svona nálægt tvö þúsund sem við rákum í réttina. Fé hér í Dölunum hefur fækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega hér í Laxárdal þar sem mér telst til að hafi fækkað um 3.500 á síðustu fimm til sex árum.

Þetta er mjög slæm þróun þar sem sauðfjárrækt hentar einstaklega vel á okkar svæði.“

Svanborg Einarsdóttir og Elna Haraldsdóttir.

Ósáttur við afurðaverðið

Ágúst reiknar með að senda sín lömb til slátrunar á næstu dögum, en honum líst ekki nógu vel á afurðaverðið sem sauðfjárbændum er boðið upp á. „Ég hefði viljað fá það upp í þúsundkallinn fyrir kílóið,“ segir hann. „Núna fáum við ekki þessar greiðslur sem komu úr spretthópnum, vegna áburðarkaupanna – og það munar miklu um það.“

Spurður hvort þau taki eitthvað heim til vinnslu, segir hann að það sé ekkert svigrúm til þess – nóg sé fyrir þau að sjá um sjálfan búskapinn, en þau Björk Baldursdóttir, kona hans, eru með um 800 fjár á vetrarfóðrum. „Við höfum verið með erlendar ungar konur hér í allnokkur ár til að hjálpa okkur bæði á sauðburði og í göngum og réttum. Það hefur verið mjög ánægjulegt og góð kynni tekist með okkur,“ segir Ágúst.

Þessi sáu um fjárdráttinn fyrir Hjarðarholt. Arnór Guðmundsson, Björk Baldursdóttir, Laura Jäger, Lucia Kohoutová, Ágúst Pétursson, Annika Döring og Pauline Flörke.

Skylt efni: Ljárskógarétt

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...