Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Það er eitthvað mikið að hjá fólki sem hagar sér svona gagnvart náttúrunni.
Það er eitthvað mikið að hjá fólki sem hagar sér svona gagnvart náttúrunni.
Mynd / HLJ
Fréttir 5. maí 2022

Fegrum umhverfið, umgengni við landið mætti vera betri

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Fyrstu daga apríl mátti sjá í ýmsum bæjarfélögum vélsópa þrífa með kantsteinum, en mér fannst biðin eftir að sjá eða að heyra í vélsóp í höfuðborginni löng í samanburði við önnur bæjarfélög. Get ekki komist hjá því að nefna það að í tvo daga í röð stuttu fyrir páska þurfti ég að fara í Borgarnes vinnu minnar vegna og í báðum þessum ferðum sá ég vélsóp vera að sópa götur Borganess og lítinn vélsóp vera að sópa bílaplan, en þetta bæjarfélag var langsnyrtilegasta bæjarfélagið sem ég hafði komið í þetta vorið á þessum tíma. 

Sú hugsun kom upp í höfði mínu að sú borg sem fyrst væri búin að sópa allar götur og gangstéttir ætti að verðskulda umhverfisverðlaun ársins og verðlaunin væru umtöluð og vegleg, gæti það orðið til þess að þokkalegur afrakstur yrði á stóra plokkdeginum, víða mátti sjá svona síðasta sunnudag. Keppni í snyrtimennsku væri almennri og metnaðarfyllri. Einhvern veginn finnst manni stundum eins og öllum sé sama um óþrifnaðinn og draslið í vegköntunum, bæði fyrir utan veg og á vegum, en í mínum huga þetta vorið á Borgarnes vinninginn.

Með ólíkindum hvað mikið rusl er í öllum vegköntum

Ég fer víða vinnu minnar vegna og er duglegur að ferðast og það gleður mig alltaf að sjá fólk sem er að tína rusl í vegköntum. Í vinnunni þarf ég stundum að dæla röngu eldsneyti af bílum í vegköntum við þjóðvegi og á meðan dælan dælir er oft þetta 10-30 mínútna bið, þá rölti ég stundum fram eða aftur fyrir bílinn og tíni rusl í vegkantinum. Það er nánast sama hvar maður stoppar, það tekur ekki nema um 10 mínútur að fylla einn hefðbundinn ruslapoka.

Þokkalegur afrakstur á stóra plokkdeginum, víða mátti sjá svona síðasta sunnudag.

Í byrjun apríl þurfti ég að aðstoða mann rétt norðan Hvalfjarðarganga, nánar tiltekið um 100 metra inn á veginum að Akranesi. Í nálægt 30 mínútur vorum við að vinna við bílinn og á meðan sáum við mann sem hafði lagt í vegkantinn um 100 metrum frá okkur vera að tína rusl í vegkantinum. Frá þeim stað sem hann lagði og að hringtorginu við norðurenda Hvalfjarðarganga voru um 200 metrar. Á þessari stuttu vegalengd kom hann klyfjaður með að mér sýndist þrjá fulla plastpoka, búinn að tína rusl beggja vegna við veginn á aðeins 300 metrum.

Ófögur sjón stutt frá álverinu í Straumsvík 

Sumt fólk hagar sér skammarlega gagnvart náttúrunni, en fyrir nokkrum dögum ók ég vegslóða stutt frá álverinu í Straumsvík og allt í einu blasti við mér ófögur sjón. Heilum bílfarmi af rusli hafði verið hent í vegkantinn á vegslóðanum, hreint skelfileg framkoma við náttúruna. Miðað við magnið af ruslinu þarf ekki að skoða það lengi til að finna nafn þess sem þetta rusl á, eflaust hefur þessi hrúga verið minni þegar þetta var losað, en mávur og hrafn hafa gatað marga pokana og dreift ruslinu enn frekar. Afskaplega dapurt að sjá svona umgengni.

Stóri plokkdagurinn er flott framtak

Síðastliðinn sunnudag var áberandi viðburður sem nefndur er „Stóri plokkdagurinn“, sem hófst formlega í Gufunesi þar sem umhverfisráðherra Guðlaugur Þór hóf daginn með sinni þátttöku í að plokka rusl á víðavangi. Seinni part sunnudagsins mátti sjá mjög víða í vegköntum afrakstur dagsins og fyrir mér virtist þetta vera heldur meira en á síðasta ári.

Rusl er alls staðar og margir hópar og einstaklingar tína rusl reglulega og oft má sjá fólk í vissum bæjarfélögum og hverfum vera að tína rusl á sama staðnum aftur og aftur (einhvern veginn finnst mér mesta ruslið alltaf vera í nágrenni við bensínstöðvar, sjoppur og verslanir sem eru opnar allan sólarhringinn. Ég tel það ekki neina frekju í mér að biðla til stjórnenda á þessum ofangreindu stöðum að tína rusl oftar. Síðan er það spurning sem mætti huga að  hvort einn stór plokk-dagur sé nægur, en við gætum haft apríl sem „Plokkmánuð“ sem tæki við af „Mottumars“.

Skylt efni: rusl

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...