Fengu ný verkfæri
Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum færð ýmis rafmagnsverkfæri frá Verkfærasölunni.
Verðmæti verkfæranna var á aðra milljón króna að því er fram kemur í tilkynningu.
Haft er eftir Elmari Þór Björnssyni, verslunarstjóra Verkfærasölunnar á Akureyri, að með gjöfinni vildi fyrirtækið leggja öflugu námi í byggingadeild VMA lið. Sigríður Hulda Jónsdóttir, skólameistari VMA, og nemendur tóku við gjöfunum af hendi þeirra Elmars Þórs og Brynjars Schiöth sölumanns.