Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Staðardalsréttin er smíðuð samkvæmt nýrri hönnun og er með svokölluðum sundurdráttargangi.
Staðardalsréttin er smíðuð samkvæmt nýrri hönnun og er með svokölluðum sundurdráttargangi.
Mynd / Halldór Kristján Ragnarsson
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. Önnur er Krossárrétt í Bitrufirði og hin Staðardalsrétt í Staðardal, sem er talsvert stærri og hönnuð með nýju fyrirkomulagi og sundurdráttargangi.

Nýja fyrirkomulag Staðardalsréttar er sagt fara mun betur með bæði fé og fjáreigendur, dýravelferð er betri og erfiðið minna fyrir eigendur. Réttir með sundurdráttargangi eru ekki algengar enn sem komið er. Aðalhönnuðir nýja réttarfyrirkomulagsins eru Magnús Steingrímsson og Marta Sigvaldadóttir á Stað.

Fer betur með fé og menn

Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar, segir að nýbreytnin í Staðardalsrétt felist í því að féð rsé ekið inn í tiltölulega langan og breiðan gang og notaðar grindur til að hólfa það af.

„Í réttinni eru tíu dilkar sem koma út frá langhlið hennar. Við endann á ganginum beygir féð inn í þrengri flokkunargang þar sem kemst bara ein kind í einu í röð og þar kippa bændurnir sínu inn í sinn dilk.

Það tók smá tíma fyrir eldra féð, sem voru vanar gömlu réttunum, að átta sig á nýja fyrirkomulaginu en um leið og þær áttuðu sig á þessu rann féð ljúft í sinn dilk.“

Þorgeir segir að nýja fyrirkomulagið fari bæði betur með féð og bændurna þar sem ekki þarf lengur að vera að draga þar úr almenningi í dilka.

Að sögn Þorgeirs er þörf fyrir fleiri nýjar réttir í Strandabyggð og ekki síst í Kollafirði og segir hann að það mál sé í skoðun án þess að nokkuð hafi verið ákveðið með byggingu hennar enn.

Fyrirkomulag Staðardalsréttar auðveldar verk bænda. Mynd / Hjörtur Þór Þórsson

Staðardalsrétt

Staðardalsrétt í Staðardal stendur í landi Hrófbergs, skammt frá þeim stað þar sem gamlir Strandamenn muna eftir að Jón á Vegamótum var með húskofa fyrir sig og ærnar sínar. Staðardalsrétt er mun stærri en Krossárrétt en með sundurdráttargangi. Réttin er með tíu misstórum dilkum eftir því hve mikla fjárvon bændur eða svæði eiga. Réttin var formlega tekin í notkun þann 18. september síðastliðinn og gengu réttir vel.

Krossárrétt

Krossárrétt í Birtrufirði stendur við ós Krossár skammt frá brúnni yfir Krossá við þjóðveg 68. Á þessum stað stóð lengi skilarétt Bitrunga þannig að staðsetningin er vel þekkt.

Réttin var tekin í notkun laugardaginn 10. september síðastliðinn að viðstöddu smölum, fyrirstöðufólki og fleirum. Vel gekk að reka inn í nýja rétt.

Skylt efni: réttir | fjárréttir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...