Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ferðaþjónustubændur á Suður-Grænlandi  í samstarf við Hey Iceland
Fréttir 7. desember 2016

Ferðaþjónustubændur á Suður-Grænlandi í samstarf við Hey Iceland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á Suður-Grænlandi hafa ferða­þjónustubændur tekið fyrstu skrefin í að koma upp gæðakerfi fyrir gistingu, markvissri uppbyggingu og markaðssetningu til framtíðar.

Um er að ræða samstarfsverkefni tíu sauðfjárbænda á Suður-Græn­landi, Destination South Greenland, Visit Greenland (Ferðamálastofa Grænlands) og ferðaskrifstofunnar Hey Iceland, áður þekkt undir nafninu Ferðaþjónusta bænda.

Gisting fyrir ferðamenn hjá sauðfjárbændum á Suður-Grænlandi er ekki nýlunda, en það sem hefur lengi vantað upp á er betra aðgengi að upplýsingum um staðina, s.s. tegund og gæði gistingar, verð og í sumum tilfellum hvar og hvernig eigi að bóka. Það var síðan fyrir tilstuðlan Ellen Frederiksen, sem ásamt manni sínum rekur bændagistingu á bænum Qassiarsuk að þetta samstarfsverkefni varð til.

„Ég vildi kanna hvort við gætum skapað samstarfsvettvang á milli íslenskra og grænlenskra ferðaþjónustubæja til að stuðla að betri markaðssetningu og sölu – og það var jákvætt að heyra að það var áhugi fyrir þessari hugmynd, bæði hér heima á Grænlandi sem og á Íslandi,“ sagði Ellen þegar hún var spurð út í þessa hugmynd sína.

Vilji til samstarfs

Verkefnið var síðan skilgreint og útfært hjá Visit Greenland í samvinnu við ferðaskrifstofuna Hey Iceland. Verkefnið er einnig styrkt af Grönlandsbankens Erhvervsfond og NATA.

„Verkefnið samanstendur af nokkrum skrefum,“ útskýrir Anders la Cour Vahl frá Visit Greenland. „Fyrst þurfti að kanna hvaða staðlar eru í notkun á Grænlandi og í framhaldi af því að koma upp gæðastöðlum fyrir grænlenska bændagistingu. Þegar það er komið getum við útskýrt betur fyrir ferðaskrifstofum hvaða vörur eru í boði sem jafnframt skapar góðan grunn að frekara samstarfi á sviði sölu og markaðssetningar.“
Úttektir á Grænlandi  í sumar

Í júlímánuði síðastliðnum heimsóttu tveir starfsmenn frá Hey Iceland þátttakendur í verkefninu og tóku gististaðina út samkvæmt gististöðlum Félags ferðaþjónustubænda. „Hér á Íslandi höfum við stuðst við eigið flokkunarkerfi á gistingu til margra ára þar sem gerðar eru grunnkröfur varðandi staðalbúnað í mismunandi tegundum af herbergjum eða sumarhúsum. Á þennan hátt höfum við getað tryggt gæði á sama tíma og hver og einn er hvattur til að halda í sín sérkenni og það er einmitt það sem viðskiptavinir okkar kunna vel að meta,“ segir Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Hey Iceland.

Í framhaldi af úttektum fengu þátttakendur hver sína skýrslu þar sem tegund gistingar var skilgreind auk þess sem hrós og tillögur að betrumbótum voru lagðar fram til frekari úrvinnslu fyrir viðkomandi stað.
Íslandsheimsókn í haust

Í byrjun september síðastliðinn komu þátttakendur verkefnisins til Íslands og heimsóttu ferðaþjónustubændur til að fá innblástur og til að spyrja íslenska ferðaþjónustubændur um ýmis raunveruleg viðfangsefni. Meðan á ferðinni stóð voru haldnir nokkrir snarpir vinnufundir og á einum þeirra voru fyrstu grænlensku gististaðlarnir fyrir bændagistingu samþykktir af þátttakendum verkefnisins. 

Grunnurinn lagður

„Verkefnið er upphaf lengri ferils hjá þátttakendum, en það er alveg ljóst að verkefnið hefur farið vel af stað. Í vetur mun eiga sér stað samtal við þátttakendur um að hver og einn vinni áfram að því að setja sér markmið og framkvæmdaáætlun. Markmiðið er að hver staður vinni að því að uppfylla viðmið fyrir þann flokk sem viðkomandi vill standa fyrir. Þegar því er náð opnast fleiri möguleikar á erlendum mörkuðum sem aftur skapar fleiri tækifæri fyrir bændagistingu á Suður-Grænlandi,“ segir Anders.

Tengslin við Ísland

„Það hefur verið virkilega ánægjuleg reynsla að taka þátt í þessu og ljóst að ferðaþjónustubændur á Suður-Grænlandi eiga mikið inni er varðar áhugaverða viðkomustaði í framtíðinni,“ segir Berglind. „Náttúran á Suður-Grænlandi er einstök og ekki síður heimafólkið sem við höfum kynnst í þessu verkefni. Það kom líka skemmtilega á óvart hversu margir bændur höfðu tengsl við Ísland vegna sauðfjárbúskaparins. Þá voru menn alveg með á nótunum varðandi velgengni íslenska karlalandsliðsins á EM og horfðum við einmitt á lokaleik Íslendinga á móti Frökkum í góðu yfirlæti hjá þátttakendum í verkefninu.“

Skylt efni: ferðamál | Grænland

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...