Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn áburð til bænda á síðasta ári voru fimm áburðartegundir með efnainnihald undir leyfðum vikmörkum og hafa því verið teknar af skrá.

Umræddar tegundir eru áburðurinn Völlur 22-6-4 frá Búvís, þar sem köfnunarefni reyndist undir leyfilegum mörkum og Græðir 9 frá Fóðurblöndunni, þar sem áburðartegundin reyndist vera misjöfn að gerð.

Einnig tegundirnar LÍF-27-6-6 og LÍF-16-15-12 frá Líflandi, sem reyndust vera með köfnunarefni undir leyfðum vikmörkum í fyrri tegundinni og í seinni tegundinni var fosfór og bór undir leyfðum vikmörkum, og loks tegundin OEN 20-18-15 frá Skeljungi, þar sem gildi fyrir brennistein var undir leyfðum mörkum.

Ekki er heimilt að dreifa áburðartegundunum aftur til notenda fyrr en að lokinni endurskráningu, sýnatöku og að niðurstöður eftirlits sýni að áburðurinn standist kröfur.

Innflutningur á 305 tegundum

Í skýrslu Matvælastofnunar um niðurstöður eftirlitsins kemur fram að á síðasta ári hafi 22 fyrirtæki flutt inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 305 tegundir og 77.892 tonn. Innlendir áburðarframleiðendur séu 18 á skrá.

Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm fyrirtækjum sem flytja inn tilbúinn áburð fyrir bændur. Alls voru 24 áburðarsýni tekin af 24 áburðartegundum á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Kadmíum alltaf undir leyfilegu hámarki

Kadmíum var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Í niðurstöðunum kemur fram að efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og alltaf undir leyfilegu hámarki sem nú er 150 mg á hvert kg fosfórs.

Fyrr á þessu ári breytti matvælaráðherra leyfilegum hámarksgildum fyrir kadmíum í áburði, úr 50 mg á hvert kg fosfórs, til að tryggja nægjanlegt magn fosfóráburðar á þessu ári. Útlit var fyrir að ekki tækist að útvega fosfór sem stæðist fyrri skilyrði, vegna stríðsátaka í Úkraínu og viðskiptaþvingana á Rússland, en sá fosfór kemur aðallega frá Kólaskaga.

Einnig voru gerðar mælingar á fleiri óæskilegum efnum og voru þau í öllum tilfellum undir þeim mörkum sem gefin eru upp í nýrri reglugerð um áburðarvörur.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...