Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá undirskrift fjármögnunarsamnings.  Sitjandi f.v.: Finnbogi Magnússon og Sigurður K. Egilsson. Standandi f.v.: Bessi Freyr Vésteinsson, Guðmundur Þ. Guðjónsson, Lárus Sigurðsson, Ragnar Birgisson og Þórir L. Þórarinsson.
Frá undirskrift fjármögnunarsamnings. Sitjandi f.v.: Finnbogi Magnússon og Sigurður K. Egilsson. Standandi f.v.: Bessi Freyr Vésteinsson, Guðmundur Þ. Guðjónsson, Lárus Sigurðsson, Ragnar Birgisson og Þórir L. Þórarinsson.
Fréttir 3. júní 2016

Fjárfestingafélag atvinnulífsins endurfjármagnar Jötunn vélar

Jötunn vélar hf. hafa samið við Fjárfestingafélag atvinnulífsins um 330 milljóna króna endurfjármögnun langtímaskulda félagsins. 
 
Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu  segir að með samkomulaginu sé fjármögnun Jötuns véla tryggð næsta áratuginn. 
 
Fjárfestingafélag atvinnulífsins er fjármagnað af lífeyrissjóðum, í rekstrarumsjón ALM verðbréfa.
„Fjármögnunarsamningurinn jafngildir traustsyfirlýsingu við fyrirtækið og starfsemi þess sem við erum að sjálfsögðu afar ánægð með. Við höldum ótrauð áfram við að byggja upp og efla fyrirtækið,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns véla.
 
Jötunn vélar sérhæfa sig í að selja vélar og búnað tengdan landbúnaði og verktökum. Fyrirtækið var stofnað árið 2004, með höfuðstöðvar á Selfossi auk verslana á Akureyri og Egilsstöðum. Stærstu eigendur Jötuns véla eru Finnbogi Magnússon, Vélaverkstæði Þóris ehf. og Sel ehf., Hofstaðaseli. Áætluð velta félagsins í ár er um 3 milljarðar króna, starfsmenn eru um 40. Fjárfestingafélag atvinnulífsins var stofnað 2015 af ALM Verðbréfum í samstarfi við lífeyrissjóði. Félagið fjárfestir í fyrirtækjaskuldabréfum, sem uppfylla kröfur um lágmarks lánshæfiseinkunn skv. lánshæfismati ALM.  Fyrirtækjaráðgjöf ALM Verðbréfa var umsjónaraðili fjármögnunar.
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...