Fjölbreytt blað, bæði gagn og gaman
Í Bændablaðinu sem kom út í morgun er að finna bæði gagn og gaman, fréttir, viðtöl og umfjallanir.
Sagt er frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ríkinu er gert að greiða Stjörnugrís 39 milljónir króna með vöxtum vegna álagningar búnaðargjalds.
Rætt er við Jón Loftson fyrrverandi skógræktarstjóra um starfsferil hans og Birgittu Lúðvíksdóttur, stuðningsforeldra á Möðruvöllum í Hörgársveit.
Fjallað er um sáningu blóma fyrir næsta sumar og rakin er saga bygg. Fyrir áhugafólk um hesta er grein um það hvernig álótti litur hefur verið kortlagður.