Fjölmenni á „Hey bóndi 2017“ á Hvolsvelli
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjölskyldu og landbúnaðarsýningin „Hey bóndi 2017“ var haldin á Hvolsvelli laugardaginn 4. nóvember.
Hátíðin sló heldur betur í gegn því þar var mikið fjölmenni saman komið og stemningin með allra besta móti. Boðið var upp á tækjasýningu, kynningu á fyrirtækjum, barnadagskrá, fyrirlestra og fleira og fleira. Það var Fóðurblandan sem hafði veg og vanda af deginum. Magnús Hlynur Hreiðarsson var á staðnum og tók meðfylgjandi ljósmyndir.
Finnbogi Magnússon hjá Jötunn Vélum var ánægður með daginn og gaf sér góðan tíma til að tala við gesti og gangandi.
Adrian Packington, sérfræðingur í fóðrun nautgripa hjá DSM, var einn af þeim sem hélt áhugavert erindi á sýningunni.