Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Flóðbylgja tók með sér um 200 heyrúllur út á sjó
Mynd / Nanna Steina Höskuldsdóttir
Fréttir 5. janúar 2022

Flóðbylgja tók með sér um 200 heyrúllur út á sjó

Höfundur: Ritstjórn

Um 200 heyrúllur fóru á haf út við bæinn Höfða, rétt við Raufarhöfn, þegar mikil flóðbylgja gekk þar á land á mánudaginn.

Í pistli Nönnu Steinu Höskuldsdóttur, bónda á Höfða, á Facebook-síðu hennar kemur fram að sjávarstaða hafi verð mjög há og miklar öldur þegar flóðbylgjan kom upp með allra fjörunni við bæinn. Fóru hún yfir þjóðveginn og tók með sér allskonar timbur, girðingar og rekavið á leiðinni upp og hrifsaði svo með sér stóran hluta af heyrúllunum á bakaleiðinni.  

„Rétt tæplega 200 rúllur fóru á haf út, aðrar rúllur sem ekki fóru út velktust um á planinu og götuðust talsvert, fyrir utan tvær stæður sem hreyfðust ekki.

Við eigum góða granna þá Helga Árna og Árna Gunnars sem komu og hjálpuðu okkur að bjarga því sem bjargað varð, og svo var Auðunn okkar sem betur fer ekki farinn í skólann eftir jólafrí og stóð vaktina eins og svo oft áður. Rúllum endurpakkað fram á kvöld, í góðu og stilltu veðri.

Dagurinn í dag hefur farið í það að hreinsa plast og rusl og er af nógu að taka og verður það sjálfsagt verkefni næstu vikur og mánuði. Svo kemur bara í ljós hvort það verður í lagi með það hey sem endurpakkað var, en sleppur vonandi að mestu.

Hér á árum áður stóð rúllustæðan neðan við hlöðuna og áður var laust hey inní hlöðunni. Við útbjuggu þetta rúllustæði sem rúllurnar stóðu á núna fyrir 5 árum, nú lítur út fyrir að það þurfi að fara ofar í landið eða gerir aðrar ráðstafanir. En í desember 2019 kom sjór upp að vegi en það var ekkert í líkingu við þetta og þekkist ekki í manna minnum svona lagað hér,“ segir Nanna Steina í pistli á Facebook-síðu sinni.

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...