Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flugumferð um 10 flugvelli í ESB drógst saman um 1.898.500 flugvélar
Fréttir 5. janúar 2021

Flugumferð um 10 flugvelli í ESB drógst saman um 1.898.500 flugvélar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hrikalegur samdráttur var í flugi í Evrópusambandsríkjunum á síðasta ári vegna COVID-19 faraldursins.  Á þeim tíu flugvöllum þar sem fækkun flugvéla hefur verið mest, eða frá -53% til -66%, hefur flugvélum sem fara um þá velli í almennu flugi í heild fækkað um 1.898.500 vélar.

Í janúar 2020, áður en COVID-19 fór að gæta, varð strax lítils háttar samdráttur frá fyrra ári, eða um -0,8%, sem væntanlega má að mestu rekja til samdráttar í efnahagskerfinu. Úr þessu rættist í febrúar, en þá varð 1,4% aukning frá febrúar 2019. Síðan kom stóri skellurinn. 

Í mars 2020 hafði orðið 44,1% samdráttur í flugi frá sama mánuði 2019. Í apríl var botninum náð og samdrátturinn þá orðinn 91,2% miðað við árið áður. Örlítið betri stað var í maí, en samdrátturinn var samt 89,8% á milli ára. Í júní lagaðist staðan aðeins meira og þá var staðan -84,2% miðað við júní 2019. Í júlí skánaði staðan aðeins en var samt -63,5%. Topp árangur náðist í ágúst í sumar þegar samdrátturinn á milli ára minnkaði í -53,4%. Síðan fór aftur að halla undan fæti. Í september var staðan -58,7% og -61,1% í september. 

Tölur Eurostat sem byggja á tölum Eurocontrol náðu ekki lengra í síðustu viku, en miðað við versnandi stöðu í útbreiðslu COVID-19 í Evrópu síðan í október má búast við að flugið hafi líka dregist saman.

Flugvélum sem fara um Mai-flugvöll í Frankfurt fækkaði um 251.900 

Þegar litið er á samdrátt í fjölda flugvéla sem fóru um einstaka flugvelli í ESB-löndunum á tímabilinu janúar til október 2020 er staðan hreint út sagt hrikaleg. Af þeim tíu flugvöllum þar sem samdrátturinn var mestur í fjölda flugvéla var mest fækkun um Main-flugvöll í Frankfurt í Þýskalandi og nam 251.900 vélum, eða um -58%. Næstur kom Charles de Gaulle flugvöllur í París í Frakklandi með fækkun upp á 232.200 flugvélar, eða um -55%. Síðan er Schiphol flugvöllur í Amsterdam í Hollandi með fækkun upp á 225.700 flugvélar eða um -53%. München flugvöllur í Þýskalandi kemur svo í fjórða sæti með fækkun upp á 281.300 flugvélar eða um -63%. Í fimmta sæti yfir mesta fækkun í fjölda véla er Barajas flugvöllur í Barselóna á Spáni með 212.800 vélar, eða um -60%. Þá kemur Fiumicino flugvöllur í Róm á Ítalíu með fækkun flugvéla upp á 172.400, eða um -65%. Síðan Schwechat flugvöllur í Vín í Austurríki með 138.600 flugvéla samdrátt, eða um -60%.  Í níunda sæti kemur svo Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn í Danmörku með fækkun upp á 134.900 flugvélar, eða um -61%. Í tíunda sæti er svo flugvöllurinn í Palma á Mallorca á Spáni. Þar fækkaði flugvélum sem fóru um völlinn um 129.200, eða um 66%. Þar var hlutfallsleg fækkun flugvéla líka mest.

Ísland er ekki aðili að Eurocontrol

Í þessari úttekt sem byggð er  á tölum Eurocontrol eru ekki tölur um flug til og frá Íslandi, enda er Ísland ekki aðili að Eurocontrol. Þar er 41 Evrópuríki skráð sem aðildarríki, þar á meðal Noregur, Sviss og meira að segja Ísrael og Úkraína. Eurocontrol heldur utan um almennt farþega-, póst- og flutningaflug ásamt umferð herflugvéla. /HKr. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...