Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flugumferð um 10 flugvelli í ESB drógst saman um 1.898.500 flugvélar
Fréttir 5. janúar 2021

Flugumferð um 10 flugvelli í ESB drógst saman um 1.898.500 flugvélar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hrikalegur samdráttur var í flugi í Evrópusambandsríkjunum á síðasta ári vegna COVID-19 faraldursins.  Á þeim tíu flugvöllum þar sem fækkun flugvéla hefur verið mest, eða frá -53% til -66%, hefur flugvélum sem fara um þá velli í almennu flugi í heild fækkað um 1.898.500 vélar.

Í janúar 2020, áður en COVID-19 fór að gæta, varð strax lítils háttar samdráttur frá fyrra ári, eða um -0,8%, sem væntanlega má að mestu rekja til samdráttar í efnahagskerfinu. Úr þessu rættist í febrúar, en þá varð 1,4% aukning frá febrúar 2019. Síðan kom stóri skellurinn. 

Í mars 2020 hafði orðið 44,1% samdráttur í flugi frá sama mánuði 2019. Í apríl var botninum náð og samdrátturinn þá orðinn 91,2% miðað við árið áður. Örlítið betri stað var í maí, en samdrátturinn var samt 89,8% á milli ára. Í júní lagaðist staðan aðeins meira og þá var staðan -84,2% miðað við júní 2019. Í júlí skánaði staðan aðeins en var samt -63,5%. Topp árangur náðist í ágúst í sumar þegar samdrátturinn á milli ára minnkaði í -53,4%. Síðan fór aftur að halla undan fæti. Í september var staðan -58,7% og -61,1% í september. 

Tölur Eurostat sem byggja á tölum Eurocontrol náðu ekki lengra í síðustu viku, en miðað við versnandi stöðu í útbreiðslu COVID-19 í Evrópu síðan í október má búast við að flugið hafi líka dregist saman.

Flugvélum sem fara um Mai-flugvöll í Frankfurt fækkaði um 251.900 

Þegar litið er á samdrátt í fjölda flugvéla sem fóru um einstaka flugvelli í ESB-löndunum á tímabilinu janúar til október 2020 er staðan hreint út sagt hrikaleg. Af þeim tíu flugvöllum þar sem samdrátturinn var mestur í fjölda flugvéla var mest fækkun um Main-flugvöll í Frankfurt í Þýskalandi og nam 251.900 vélum, eða um -58%. Næstur kom Charles de Gaulle flugvöllur í París í Frakklandi með fækkun upp á 232.200 flugvélar, eða um -55%. Síðan er Schiphol flugvöllur í Amsterdam í Hollandi með fækkun upp á 225.700 flugvélar eða um -53%. München flugvöllur í Þýskalandi kemur svo í fjórða sæti með fækkun upp á 281.300 flugvélar eða um -63%. Í fimmta sæti yfir mesta fækkun í fjölda véla er Barajas flugvöllur í Barselóna á Spáni með 212.800 vélar, eða um -60%. Þá kemur Fiumicino flugvöllur í Róm á Ítalíu með fækkun flugvéla upp á 172.400, eða um -65%. Síðan Schwechat flugvöllur í Vín í Austurríki með 138.600 flugvéla samdrátt, eða um -60%.  Í níunda sæti kemur svo Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn í Danmörku með fækkun upp á 134.900 flugvélar, eða um -61%. Í tíunda sæti er svo flugvöllurinn í Palma á Mallorca á Spáni. Þar fækkaði flugvélum sem fóru um völlinn um 129.200, eða um 66%. Þar var hlutfallsleg fækkun flugvéla líka mest.

Ísland er ekki aðili að Eurocontrol

Í þessari úttekt sem byggð er  á tölum Eurocontrol eru ekki tölur um flug til og frá Íslandi, enda er Ísland ekki aðili að Eurocontrol. Þar er 41 Evrópuríki skráð sem aðildarríki, þar á meðal Noregur, Sviss og meira að segja Ísrael og Úkraína. Eurocontrol heldur utan um almennt farþega-, póst- og flutningaflug ásamt umferð herflugvéla. /HKr. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...