Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Flutningur stjórnsýsluverkefna BÍ til MAST frestast um eitt ár
Fréttir 30. desember 2014

Flutningur stjórnsýsluverkefna BÍ til MAST frestast um eitt ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á árinu sem er að líða hefur verið í gangi vinna við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til stofnana Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Jón Baldur Lorange hefur verið verkefnisstjóri í þessari vinnu. 

Ráðuneytið ákvað síðan á haustdögum að fresta flutningnum um eitt ár og var undirritaður samningur við ráðuneytið og Matvælastofnun 22. desember síðastliðinn um hvernig staðið verður að þessum málum á árinu 2015. 

Samkvæmt þessu samkomulagi verður sjálfstæð rekstrareining sett á laggirnar innan Bændasamtakanna frá og með 1. janúar 2015. Mun hún aðeins sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að flytjist frá Bændasamtökunum. Á komandi ári munu Bændasamtökin því áfram sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem stendur til að færa til Matvælastofnunar. 

Ráðherra skipar verkefnisstjórn sem í eiga sæti fulltrúi ráðuneytisins, Matvælastofnunar og BÍ.  Verkefnisstjórnin mun halda utan um vinnu við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til Matvælastofnunar. Vilji ráðuneytisins er þó skýr um að stjórnsýsluverkefnin færist til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. janúar 2016.

Skylt efni: Stjórnsýsla

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...