Formannafundur stendur yfir í Bændahöll
Formannafundur stendur nú yfir í Bændahöllinni, þar sem saman eru komnir fulltrúar aðildarfélaga Bændasamtaka Íslands til að fara yfir málin varðandi gerð nýrra búvörusamninga.
Formannafundurinn er undanfari bændafunda Bændasamtaka Íslands sem hefjast á morgun á Hellu, í Árhúsum klukkan 20:30, en á þessum fundum verður bændum kynnt staðan í samningamálunum.
Viðræður bænda við ríkisvaldið hafa staðið yfir frá því í haust en mörg útfærsluatriði nýrra samninga eru enn í vinnslu. Á fundunum fara forystumenn yfir stöðu mála og í kjölfarið verða umræður.