Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gunnar Þorgeirsson ræktar grænmeti og kryddjurtir í Ártanga.
Gunnar Þorgeirsson ræktar grænmeti og kryddjurtir í Ártanga.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2020

Formannskosning í uppsiglingu hjá BÍ

Höfundur: Ritstjórn

Gunnar Þorgeirsson, bóndi í Ártanga og formaður Sambands garðyrkjubænda, greindi frá því í dag á búnaðarþingi að hann hygðist bjóða sig fram til formennsku gegn sitjandi formanni, Guðrúnu S. Tryggvadóttur. Kosningarnar verða á morgun þriðjudag eftir klukkan 13.00.

Samhliða framboði Gunnars hafa fjórir aðrir gefið kost á sér til stjórnarsetu, þau Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjár- og nautgripabóndi í Butru í Fljótshlíð, Ingi Björn Árnason, kúabóndi í Marbæli í Skagafirði, Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs og Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Athygli vekur að tveir af þessum frambjóðendum eru ekki búnaðarþingsfulltrúar, þeir Ingi Björn og Guðmundur. Öllum félögum í BÍ er hins vegar frjálst að bjóða sig fram til stjórnar.

Þrír núverandi stjórnarmenn, þau Guðrún Lárusdóttir, Einar Ófeigur Björnsson og Eiríkur Blöndal hyggjast ekki gefa kost á sér til núverandi stjórnarsetu. Það gera hins vegar Gunnar Kr. Eiríksson og Guðrún S. Tryggvadóttir núverandi formaður.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.