Formannsskipti hjá Landssamtökum sláturleyfishafa
Þann 1. febrúar síðastliðinn tók Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, við sem stjórnarformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Hann tekur við af Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga (KKS). Stjórnin verður áfram óbreytt og er þannig skipuð: Steinþór Skúlason varaformaður frá Sláturfélagi Suðurlands, Ágúst Andrésson frá KKS/SKVH/Hella, Ólafur Rúnar Ólafsson frá SAH afurðum á Blönduósi og Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís.