Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Förum eftir alþjóðasamningum
Fréttir 12. nóvember 2020

Förum eftir alþjóðasamningum

Höfundur: Ritstjórn

Á þessu ári hafa Bændasamtök Íslands átt í miklum samskiptum við íslensk stjórnvöld vegna tollflokkunar á ýmsum landbúnaðarvörum. Út á við hefur umfjöllunin einkum verið um vöru sem í frétt á RÚV þann 11.11 er kölluð „jurtablandaður pítsaostur“. Í frétt RÚV er haft eftir yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda að: „Slíkur ostur verði, með jurtaolíublönduninni, tollfrjáls og það hafi verið með fullu samþykki og vitneskju tollyfirvalda ... Það sé í fullu samræmi við alþjóðareglur.“

Þær staðfestu upplýsingar sem hafa komið fram skýra meginatriði málsins og staðan er eftirfarandi:

Þann 17. febrúar gaf Skatturinn út bindandi álit um tollflokkun á rifnum osti sem hertum flögum úr jurtafeiti hafði verið bætt saman við. Bindandi niðurstaða þess álits sem var sótt um og gefið út á grundvelli 20. gr. tollalaga nr. 88/2005, var að umrædd vara ætti að tollflokkast sem ostur í tollflokk 0406.2000. Í kjölfarið urðu allnokkur samskipti við stjórnvöld út af tollflokkun, m.a. á þessari og sambærilegum vörum. Niðurstaða þess var í stuttu máli sú að Skatturinn leitaði álits DG TAXUD (Tolla- og skattaskrifstofu ESB) í Brussel. Svar barst Skattinum 4. júní þess efnis að sú vara sem til umfjöllunar var skyldi tollflokkast sem ostur í tollskrárnúmer 0406.2000 en hvorki í 19. né 21. kafla tollskrár.

Þann 23. júní tilkynnti tollgæslustjóri enn fremur eftirfarandi til lögmanna hagsmunasamtaka framleiðenda:

„Tollyfirvöld geta staðfest að „Mozzarella pizza mix“ mun, í samræmi við álit starfsmanna framkvæmdastjórnar ESB, verða flokkað í 4. kafla tollskrár en hvorki 19. né 21. kafla. Þá geta tollyfirvöld enn fremur staðfest að vörur sem eru framleiddar í samræmi við þau sjónarmið sem koma fram í nefndu áliti, þ.e., þar sem jurtaolíum hefur verið blandað við mjólkurvörur af tækni- og hagkvæmnisástæðum en án þess að mjólkurfitu sé skipt út fyrir jurtafitu, munu einnig flokkast í 4. kafla tollskrár.

Loks mun endurskoðunardeild Skattsins athuga hvort vörur sem ættu að vera í 4. kafla í samræmi við ofangreind sjónarmið hafi á sl. sex árum verið flokkaðar í aðra kafla tollskrár.“

Bændasamtök Íslands líta með þessu svo á að þetta mál, eins og önnur sem varða tollframkvæmd, séu til skoðunar hjá endurskoðunardeild Skattsins. Auk þessa hefur málið komið til kasta Alþingis sem í meðhöndlun sinni ákvað þann 5. nóvember sl. að fela Ríkisendurskoðun að taka saman skýrslu um starfsemi Skattsins við framkvæmd tollalaga. Þessi mál eru því í heild sinni til skoðunar hjá þar til bærum stjórnvöldum.

 

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...