Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Sigfríður Jódís Halldórsdóttir kjöt­iðnaðarmeistari og Þórhildur M. Jónsdóttir á tökustað.
Sigfríður Jódís Halldórsdóttir kjöt­iðnaðarmeistari og Þórhildur M. Jónsdóttir á tökustað.
Fréttir 9. október 2023

Fræðslumyndbönd um úrbeiningu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega voru fræðslumyndbönd um úrbeiningu og sögun á lambskrokkum gerð aðgengileg á vef Vörusmiðjunnar BioPol á Skagaströnd.

Er myndbandaframleiðslan hluti af samstarfsverkefni á milli Vöru­smiðjunnar og Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra. Nýlega lauk tökum á sambærilegum fræðslumyndböndum um vinnslu á ærskrokki og eru þau nú í eftirvinnslu.

Frá hugmynd að tilbúinni vöru

Að sögn Þórhildar M. Jónsdóttur hjá Vörusmiðjunni er markmið samstarfsins að auka færni hjá þeim sem vilja fara í matvælaframleiðslu. „Það hafa verið haldin yfirgripsmikil námskeið í samstarfi við Beint frá býli þar sem farið er yfir allt ferlið frá hugmynd að tilbúinni vöru. Við höfum fundið fyrir mikilli þörf á dagsnámskeiðum þar sem þátttakendur gætu gert hlutina sjálfir og lært aðferðir. Síðustu ár hefur verið boðið upp á fjölbreytt námskeið þar sem hefur verið farið í grunnþætti á framleiðslu á matvælum og hafa þau námskeið verið vel sótt.

Við vildum svo gera betur og búa til fræðslumyndbönd bæði fyrir þá sem hafa komið á námskeið til okkar og þá sem vilja auka færni sína í að úrbeina, saga og ganga frá kjöti. Allir kannast við að fara á námskeið og læra handtökin og svo líður langur tími þar til þarf að nýta þekkinguna aftur og þá hefur fennt örlítið yfir þekkinguna. Þá er svo gott að geta rifjað upp hvernig þetta er gert með því að skoða fræðslumyndböndin.“

Fínir leiðbeinendur

Þórhildur segir að góðir leiðbeinendur standi að námskeiðunum hjá Farskólanum. „Sigfríður Jódís Halldórsdóttir er ein af þeim. Hún er kjötiðnaðarmeistari með áralanga reynslu í verkun og vinnslu á kjöti. Eins og sést í þessum fræðslumyndböndum þá er handbragðið fumlaust og svo fylgir mikil fræðsla um vöðva og hvernig megi nýta skrokkana.“

Hún segir að myndböndin séu stutt og hnitmiðuð til að auðvelda fólki að hagnýta sér þau í afmarkaða vinnslu. Nýju myndböndin eru væntanleg von bráðar inn á vefinn. Myndböndin eru aðgengileg á slóðinni vorusmidja.is/ fraedsla.

Skylt efni: kjötvinnsla | úrbeining

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...