Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Í Bandaríkjunum er 70% heildarnotkunar sýklalyfja tengd landbúnaði og samsvarandi tala fyrir Kína er áætluð 52%.
Í Bandaríkjunum er 70% heildarnotkunar sýklalyfja tengd landbúnaði og samsvarandi tala fyrir Kína er áætluð 52%.
Fréttaskýring 25. júlí 2018

Ágóði lyfjaframleiðenda er gríðarlegur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sýklalyf sem notuð eru í landbúnaði eru mun ódýrari en sams konar lyf sem notuð eru til lækninga á fólki. Talið er að hagnaður lyfjafyrirtækja vegna sýklalyfja til landbúnaðar sé um 5,6 milljarðar bandaríkjadala á ári, eða rúmlega 600 milljarðar króna.

Samkvæmt útreikningum Animal Pharma, samtaka sem fylgjast með lyfjanotkun í landbúnaði, skilaði lyfjanotkun í landbúnaði í Evrópu lyfjafyrirtækjum tæpum 135 milljörðum króna í hagnað á síðasta ári og tæpum 215 milljörðum króna í Bandaríkjunum.

Heildarvirði sýklalyfjamarkaðarins í heiminum, hvort sem þau eru notuð í landbúnaði eða heilsugæslu manna, er hátt í 5.000 milljarðar króna á ári. 

 

Talið er að heildarvirði sýklalyfjamarkaðarins í heiminum, hvort sem þau eru notuð í landbúnaði eða heilsugæslu manna, sé hátt í fimm þúsund milljarðar króna á ári.

Í Bandaríkjunum er 70% heildarnotkunar sýklalyfja tengd landbúnaði og samsvarandi tala fyrir Kína er áætluð 52%. Notkun lyfjanna er að stórum hluta sögð vera til að fyrirbyggja sjúkdóma við svína-, naut- og kjúklingaeldi en lyfin eru einnig notuð sem vaxtarörvar til að auka þyngd dýranna.

Ógn við lýðheilsu jarðarbúa

Undanfarin ár hafa áhyggjur manna vegna ofnotkunar á sýklalyfjum aukist gríðarlega. Áhyggjurnar stafa aðallega vegna aukins sýklalyfjaónæmis baktería og þess að fram hafa komið svokallaðar ofurbakteríur sem eru ónæmar fyrir flestum sýklalyfjum.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi ein stærsta ógn við lýðheilsu jarðarbúa. Talið er að árlega deyi um 700.000 manns að völdum sýklalyfjaónæmis og að ef ekkert verður að gert muni að minnsta kosti 10 milljónir mann deyja af  völdum þess fyrir árið 2050.

Fram eru komnar ofurbakteríu sem eru ónæmar fyrir flestum sýklalyfjum.

 

Vaxandi þrýstingur er á stjórnvöld um allan heim að sporna gegn misnotkun sýklalyfja sem vaxtarhvata og þeirri ógn sem af þeim stafar.

Þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir fyrir þeim hættum sem geta stafað af misnotkun sýklalyfja stunda lyfjafyrirtæki látlausan lobbýisma og áróður til að koma í veg fyrir að reglur um notkun lyfjanna verði hertar og þannig dregið úr gróða fyrirtækjanna.

Lyfjafyrirtækið Zoetis, sem er stærsti framleiðandi sýklalyfja fyrir dýr í heiminum, framleiðir meðal annars sýklalyf sem kallast cenftiofur en það lyf er talið mjög mikilvægt til að koma í veg fyrir sýkingar í fólki.

Árið 2012 sendi Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var að vegna styrkleika cenftiofur og mikillar notkunar þess í landbúnaði í Bandaríkjunum væru yfirgnæfandi líkur á að almenningi í landinu stafaði hætta af notkun þess.

Sýklalyf til landbúnaðar ódýrari

Sýklalyf sem seld eru til notkunar í landbúnaði eru margfalt ódýrari en sýklalyf sem ætluð eru mönnum, þrátt fyrir að oft sé um mjög svipuð eða sama lyfið að ræða. Ástæða þessa, að sögn talsmanna framleiðenda, er meðal annars að sýklalyf til landbúnaðar eru seld í stærri einingum og óvandaðri pakkningum.

Dæmi eru um að fólk noti sýklalyf sem ætluð eru dýrum í stað sýklalyfja sem það fær ávísað frá læknum vegna þess að dýralyfin eru margfalt ódýrari.

Dæmi eru um að fólk noti sýklalyf sem ætluð eru dýrum í stað sýklalyfja sem það fær ávísað frá læknum vegna þess að dýralyfin eru margfalt ódýrari. 

Grjóthörð hagsmunagæsla

Gagnrýnendur hagsmunagæslu lyfjafyrirtækjanna, sem miðar að því að  koma í veg fyrir að hömlur verði settar á notkun lyfjanna, segja fyrirtækin beita öllum tiltækum ráðum. Aðferðum þeirra hefur verið líkt við aðferðir tóbaksframleiðenda á sínum tíma og lyfjafyrirtækin sökuð um að beita neytendur vísvitandi blekkingum.

Önnur aðferð framleiðenda sýklalyfja er sögð vera að afneita öllum rannsóknum sem benda til að lyfin geti reynst hættuleg hvort sem um er að ræða notkun í landbúnaði eða hjá mönnum. Bragð þeirra er oftar en ekki að tefja málið með því að vísa til rannsókna sem benda til hins öndverða. Oft rannsókna sem fyrirtækin hafa greitt fyrir sjálf.

Söluaðferðir lyfjafyrirtækja sem selja sýklalyf til notkunar í landbúnaði ganga út á að draga sem mest úr umtali um hættuna sem af lyfjunum getur stafað og að gera allt tal um slíkt vafasamt og óþarfa hysteríu. 

Lobbýismi og árangur

Talið er að lyfjafyrirtæki í Banda­ríkjunum hafi á árinu 2016 eytt 131 milljón bandaríkjadala í hagsmunagæslu, öðru nafni lobbýisma.

Í lok síðasta árs hafnaði landbúnaðarráðuneyti Banda­ríkjanna tillögu Alþjóðaheilbrigðis­stofnunarinnar þar sem lagt var til að bannað yrði að gefa heilbrigðum dýrum sýklalyf sem einnig væru notuð fyrir fólk. Ástæða höfnunarinnar var sögð vera sú að tillagan samræmdist ekki stefnu Bandaríkjanna og að hún byggði ekki á traustum vísindalegum grunni. 

Sýklalyfjanotkun í landbúnaði á Íslandi og Noregi er sú minnsta í heiminum. 

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...