Ágóði lyfjaframleiðenda er gríðarlegur
Sýklalyf sem notuð eru í landbúnaði eru mun ódýrari en sams konar lyf sem notuð eru til lækninga á fólki. Talið er að hagnaður lyfjafyrirtækja vegna sýklalyfja til landbúnaðar sé um 5,6 milljarðar bandaríkjadala á ári, eða rúmlega 600 milljarðar króna.