Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðríður Helgadóttir, Gurrý á Reykjum, er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Guðríður Helgadóttir, Gurrý á Reykjum, er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mynd / TB
Fréttir 15. janúar 2020

Getum ræktað miklu meira af grænmeti á Íslandi

Höfundur: Ritstjórn

Guðríður Helgadóttir, Gurrý á Reykjum, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt. Hún er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands og staðarhaldari í Garðyrkjuskólanum á Reykjum, en þar er garðyrkjunám LbhÍ til húsa. Guðríður hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu um síðustu áramót fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar.

Gurrý segir í viðtalinu að hægt sé að rækta miklu meira af grænmeti á Íslandi en gert er nú um stundir. Í bæjum hefur stóraukinn gróður breytt ásýnd byggðar og skapað skjól sem áður var óþekkt. 

Þá minnir Gurrý á að jarðhitinn á Íslandi gerir landsmönnum kleift að rækta grænmeti á umhverfisvænan hátt. Þá noti Íslendingar sama vatn og þeir drekka til að næra plönturnar sem þeir rækta.

Gurrý segir að samstarf skólans og atvinnugreinarinnar – garðyrkjunnar – hafi verið mjög gott og lagt grunninn að árangri skólans á ýmsum sviðum. Í samvinnu skóla og fagaðila var gerð ný námskrá sem var samþykkt af menntamálaráðuneytinu fyrir ári síðan en er nú til frekari umræðu í ráðuneytinu.

Þátturinn Skeggrætt er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...