Hveitiframleiðendum fækkar
Fjölda hveitiframleiðenda í Bandaríkjunum hefur fækkað um 40% á tuttugu árum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu.
Árið 2002 var heildarfjöldi hveitiframleiðenda 169.528 talsins en voru orðnir 97.014 árið 2022. Á sama tíma hefur framleiðslan minnkað ár frá ári og hektarafjöldi ræktunarsvæða jafnframt dregist saman. Framleitt var á 56 milljónum hektara árið 2008-2009 en hektarafjöldinn var kominn niður í 35,5 milljónir árið 2022-2023.
Fram kemur í frétt miðilsins Successful Farming að ástæður samdráttar í hveitiframleiðslu séu m.a. raktar til minni notkunar hveitis í skiptiræktun sem eru að verða undir gagnvart verðmætari afurðum svo sem maís og soja.
Þannig hefur arðbærni maíss tvöfaldast á milli áranna 2017 og 2022 á meðan hún óx aðeins um rúma tvo dollara að raunvirði í hveitiframleiðslu.
Flestir hveitiframleiðendur eru staðsettir í Kansas-ríki, Norður-Dakóta og Ohio.