Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Höfundur: Álfsól Lind Benjamínsdóttir, skógfræðingur frá norska landbúnaðarháskólanum (NMBU).

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Álfsól Lind Benjamínsdóttir

Meðal mælenda var Erling Bergsaker frá Norskog, en hann hélt erindi um áhrif skatta á skógargeirann í Noregi. Í gegnum sérstakan sjóð, Skogfond, fá skógareigendur skattafslátt af tekjum frá skóginum gegn því að fjárfesta í betrumbótum á eigin skógi. Skattaumhverfið hvetur því skógareigandur til að hlúa vel að sínum skógum landsins.

Hvað er Skogfond?

Skogfond er norst skattaívilnunarkerfi fyrir skógareigendur. Þegar skógareigandi þénar á skógi sínum leggst ákveðin upphæð af tekjunum inn á sérstakan Skogfond-reikning. Hver og ein skógarjörð á sinn eigin Skogfond- reikning, sem fylgir jörðinni en ekki eiganda jarðarinnar, og erfist því við eigendaskipti.

Hvernig virkar Skogfondreikningur?

Þegar skógareigandi fær tekjur úr skóginum, t.d. við lokahögg, er hann skyldaður samkvæmt norskum lögum að leggja 4-40% af tekjunum inn á Skogfond-reikninginn sinn. Við innlögn er ekki greiddur skattur af upphæðinni. Þegar skógareigandi fer í framkvæmdir í skóginum og tekur pening út af reikningnum er einungis greiddur 15% skattur af úttekinni upphæð. Sjóðinn á Skogfondreikningi er einungis hægt að nota í uppbyggingu eða rekstur skógarins, þ.á m. í plöntukostnað, girðingavinnu og uppbyggingu eða viðhald slóða.

Hverjir sjá um Skogfond?

Skógaryfirvöld í Noregi sjá um Skogfond. Vextir af Skogfondreikningum fara til yfirvalda og eru notaðir í verkefni sem gagnast skógargeiranum í heild sinni, t.d. námskeið, upplýsingagjöf, kaup af tækjabúnaði, styrki o.s.frv.

Hver eru áhrif Skogfond?

Fyrir skógareiganda eru mikilvægustu áhrif Skogfond þau að 85% tekna sem skógareigandi leggur inn á sinn Skogfond-reikning er skattfrjáls. Þar sem innistæðu Skogfond-reikningsins er einugnis hægt að nýta í uppbyggingu eða viðhald skógarauðlindar bóndans sem eykur innviðauppbyggingu skóganna. Þegar fjárhagsstaða skógarbónda styrkist á sama tíma og innviðir skógarins aukast breytast óarðbærð skógarsvæði, t.d. vegna lélegs aðgengis, í verðmæti fyrir skógareiganda sem skilar inn enn hærri tekjum. Þetta skapar hringrásarhagkerfi sem byggir upp skógarauðlind og tryggir arðbæra framtíð fyrir komandi kynslóð skógareiganda.

Dæmi:

Skógareigandi þénar 1.000.000 kr á lokahöggi. Kostnaður við skógarhöggið er 200.000 kr. Skógareigandi getur valið að leggja 4-40% inn í Skogfond. Af tekjum sem ekki fara í Skogfond er borgaður hefðbundinn skattur, hér 45%. Skógareigandi fjárfestir 300,000 kr. í skóg sínum eftir lokahögg, t.d. við plöntun til að halda skógrækt áfram. Í þessu dæmi þénar skógareigandi 68.000 kr. meira að hafa nýtt sér skattaafslætti sem fást með notkun Skogfond

Skogfond til Íslands?

Skógarhögg á Íslandi hefur aukist á síðustu árum, og eykst enn meira eftir því sem skógar landsins verða eldri. Því verður mikil þörf á skattakerfi í líkingu Skogfond í nákominni framtíð. Slíkt kerfi tryggir áframhaldandi uppbyggingu skógarauðlindarinnar um ókomna framtíð.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...