Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Höfundur: Álfsól Lind Benjamínsdóttir, skógfræðingur frá norska landbúnaðarháskólanum (NMBU).

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Álfsól Lind Benjamínsdóttir

Meðal mælenda var Erling Bergsaker frá Norskog, en hann hélt erindi um áhrif skatta á skógargeirann í Noregi. Í gegnum sérstakan sjóð, Skogfond, fá skógareigendur skattafslátt af tekjum frá skóginum gegn því að fjárfesta í betrumbótum á eigin skógi. Skattaumhverfið hvetur því skógareigandur til að hlúa vel að sínum skógum landsins.

Hvað er Skogfond?

Skogfond er norst skattaívilnunarkerfi fyrir skógareigendur. Þegar skógareigandi þénar á skógi sínum leggst ákveðin upphæð af tekjunum inn á sérstakan Skogfond-reikning. Hver og ein skógarjörð á sinn eigin Skogfond- reikning, sem fylgir jörðinni en ekki eiganda jarðarinnar, og erfist því við eigendaskipti.

Hvernig virkar Skogfondreikningur?

Þegar skógareigandi fær tekjur úr skóginum, t.d. við lokahögg, er hann skyldaður samkvæmt norskum lögum að leggja 4-40% af tekjunum inn á Skogfond-reikninginn sinn. Við innlögn er ekki greiddur skattur af upphæðinni. Þegar skógareigandi fer í framkvæmdir í skóginum og tekur pening út af reikningnum er einungis greiddur 15% skattur af úttekinni upphæð. Sjóðinn á Skogfondreikningi er einungis hægt að nota í uppbyggingu eða rekstur skógarins, þ.á m. í plöntukostnað, girðingavinnu og uppbyggingu eða viðhald slóða.

Hverjir sjá um Skogfond?

Skógaryfirvöld í Noregi sjá um Skogfond. Vextir af Skogfondreikningum fara til yfirvalda og eru notaðir í verkefni sem gagnast skógargeiranum í heild sinni, t.d. námskeið, upplýsingagjöf, kaup af tækjabúnaði, styrki o.s.frv.

Hver eru áhrif Skogfond?

Fyrir skógareiganda eru mikilvægustu áhrif Skogfond þau að 85% tekna sem skógareigandi leggur inn á sinn Skogfond-reikning er skattfrjáls. Þar sem innistæðu Skogfond-reikningsins er einugnis hægt að nýta í uppbyggingu eða viðhald skógarauðlindar bóndans sem eykur innviðauppbyggingu skóganna. Þegar fjárhagsstaða skógarbónda styrkist á sama tíma og innviðir skógarins aukast breytast óarðbærð skógarsvæði, t.d. vegna lélegs aðgengis, í verðmæti fyrir skógareiganda sem skilar inn enn hærri tekjum. Þetta skapar hringrásarhagkerfi sem byggir upp skógarauðlind og tryggir arðbæra framtíð fyrir komandi kynslóð skógareiganda.

Dæmi:

Skógareigandi þénar 1.000.000 kr á lokahöggi. Kostnaður við skógarhöggið er 200.000 kr. Skógareigandi getur valið að leggja 4-40% inn í Skogfond. Af tekjum sem ekki fara í Skogfond er borgaður hefðbundinn skattur, hér 45%. Skógareigandi fjárfestir 300,000 kr. í skóg sínum eftir lokahögg, t.d. við plöntun til að halda skógrækt áfram. Í þessu dæmi þénar skógareigandi 68.000 kr. meira að hafa nýtt sér skattaafslætti sem fást með notkun Skogfond

Skogfond til Íslands?

Skógarhögg á Íslandi hefur aukist á síðustu árum, og eykst enn meira eftir því sem skógar landsins verða eldri. Því verður mikil þörf á skattakerfi í líkingu Skogfond í nákominni framtíð. Slíkt kerfi tryggir áframhaldandi uppbyggingu skógarauðlindarinnar um ókomna framtíð.

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...