Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum, var endurkjörinn formaður Landssambands kúabænda.  Mynd / HKr.
Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum, var endurkjörinn formaður Landssambands kúabænda. Mynd / HKr.
Fréttir 1. apríl 2019

Samstaða mikilvæg kúabændum

Höfundur: vilmundur Hansen

Aðalfundur Landssambands kúa­bænda var haldinn um síðustu helgi. Fagþing nautgripa­ræktar­innar var haldið samhliða fundinum. Auk venjulegra aðal­fundarstarfa var farið yfir skýrslu formanns og skýrsluhald í nautgriparækt.


Fundargestir voru sammála um að samstaða kúabænda væri mikilvæg til að standa vörð um hagsmuni stéttarinnar.

Arnar endurkjörinn formaður

Arnar Árnason að Hranastöðum var endurkjörinn formaður Lands­sambands kúabænda á fundinum. Úr stjórninni gekk Pétur Diðriksson að Helgavatni og Jónatan Magnússon að Hóli, Önundarfirði kom inn í hans stað.

Arnar segir að stóru málin á aðalfundinum hafi verið endurskoðun búvörusamninga, framleiðslu­stýringarmál og tollamálin.

„Kúabændur voru búnir að kjósa um framleiðslustýringu fyrir fundinn og ákveða að þeir vilji viðhalda kerfinu í greininni, fyrir fundinum lá að útfæra fyrirkomulagið. Helstu breytingar á kerfinu eru þær að miðað við búvörusamninginn var gert ráð fyrir að stýringarkerfið færi út. Nú er aftur á móti búið að ákveða að halda því áfram og því þarf að breyta samningnum í þá veru. Til þess að svo geti orðið þarf að breyta fyrirkomulagi stuðningsbreiðslnanna.

Kúabændur standa saman

Arnar segir að á fundinum hafi komið greinilegur vilji kúabænda til að standa þéttar saman um að verja hagsmuni sína og bændastéttarinnar í heild.

„Ég fór yfir þetta í minni ræðu og fundarmenn tóku  undir þetta og að við þyrftum að berja í brestina eins og kom skýrt fram í kvótakosningunni þar sem útkoman var mjög skýr.“

Tollamálin eru risastór málaflokkur fyrir allan landbúnað en ekki bara kúabændur og nautgriparækt, segir Arnar.

„Tollverndin hefur rýrnað að verðgildi og er hætt að halda og tilgangslaust að hafa tolla ef þeir virka ekki. Við viljum því fara í þá vinnu með stjórnvöldum enda höfum við fundið fyrir skilningi úr þeirri átt að undanförnu.“

Samþykkt að hækka félagsgjöld

Á fundinum var samþykkt að hækka félagsgjald til LK um 10%, eða úr 0,30 krónur á lítra í 0,33 krónur á lítra mjólkur sem lagður er í afurðastöð og úr 500 krónur á grip í 550 krónur á grip í UN, KU og K flokkum sem slátrað er í afurðastöð, utan úrkasts.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...