Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frumvarp um breytingar á lögum um eignarhald á landi lagt fyrir Alþingi
Mynd / Bbl
Fréttir 2. apríl 2020

Frumvarp um breytingar á lögum um eignarhald á landi lagt fyrir Alþingi

Höfundur: Ritstjórn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í morgun frumvarp fyrir Alþingi um breytingar á lögum um eignarhald á landi.

Frumvarpið tekur til breytinga á ýmsum lögum sem varða eignarráð og nýtingu fasteigna. Greint er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar kemur fram að nái frumvarpið fram að ganga muni skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi og stjórnvöld öðlist stýritæki til að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi.

„Í fyrsta lagi eru undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila sem búsettir eru í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins skýrðar nánar, en ákvæði núgildandi laga um það efni eru almenn og óljós. 

Í öðru lagi er gert ráð fyrir að kaupverð eignar skuli koma fram í þinglýstu afsali, en kaupverð er meðal annars forsenda ákvörðunar fasteignamats. 

Í þriðja lagi er lagt til að Landeignaskrá á vegum Þjóðskrár Íslands verði vettvangur fyrir samræmda opinbera skráningu á landupplýsingum. 

Í fjórða lagi er sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni gert hærra undir höfði í markmiðsákvæði jarðalaga. Sett verði inn skilyrði um samþykki fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum þar sem aðili á tiltekna stærð af landi fyrir. Þá er gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra. Loks eru lögð til skýrari skilyrði fyrir afskráningulögbýla og lausn lands úr landbúnaðarnotum. 

Drög að frumvarpinu voru til umsagnar í samráðsgátt á tímabilinu 13.–27. febrúar og bárust 33 umsagnir. Í kjölfar umsagna og áframhaldandi samráðs við fagráðuneyti og stofnanir voru gerðar nokkrar breytingar á frumvarpinu og eru þær raktar í greinargerð. Þar á meðal voru gerðar breytingar á stærðarviðmiðunum vegna framangreindrar samþykkisskyldu og er nú gert ráð fyrir að hún eigi m.a. við ef kaupandi á fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar að stærð. Eigi kaupandi eða tengdir aðilar samanlagt 10.000 hektara eða meira skuli samþykki að jafnaði ekki veitt, nema sýnt sé fram á sérstök not fyrir landið.

Til ráðgjafar við samningu frumvarpsins voru Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands,“ segir á vef forsætisráðuneytisins.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna á vef Alþingis.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...