Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fuglaflensufaraldur í uppsiglingu í Evrópu
Fréttir 22. nóvember 2016

Fuglaflensufaraldur í uppsiglingu í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staðfest hefur verið af Matvælastofnun Danmerkur að nokkur tilfelli fuglaflensu af völdum H5N8 veirunnar hafi greinst í landinu. Talið er að sýkingin kunni að vera undanfari fuglaflensufaraldurs í Evrópu.

Fyrstu tilfelli í Danmörku greindust í þrjátíu öndum á býli á Sjálandi. Sýkingin hafði áður greinst í villtum fuglum í Danmörku og í kjölfarið er búið að banna alla lausagöngu alifugla í landinu.

Hækka viðbúnaðarstig
Frá því að upp komst um sýkinguna í Danmörku hafa yfirvöld í Þýskalandi fyrirskipað að tæplega 9000 gæsum verði slátrað vegna smits á fuglaalibúi í Schleswig-Holstein héraði. Fyrir nokkrum vikum var slátrað í sama héraði um 30.000 hænsnum vegna hættu á smiti eftir að sýking greindist í mávum í nágrenni við alifuglabú. Um svipað leyti var 300.000 eggjum í Þýskalandi sem ætluð voruð til áframeldis í Danmörku fargað í varúðarskyni.

Sænsk yfirvöld hafa hækkað viðbúnaðarstig í kjölfar fréttanna en talið er að sýkingin í Danmörku kunni að vera undanfari alvarlegs fuglaflensufaraldurs í Evrópu.

Ríkið dæmt til skaðabóta
Í ljósi þess að hugsanlega megi eiga von á fuglaflensufaraldri í nágrannalöndum okkar er áhugavert að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fyrir skömmu dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrirtæki skaðabætur vegna hindrana á innflutningi á fersku kjöti.

Samtök verslunar og þjónustu hafa í tilkynningu fagnað niðurstöðu dómsins enda er það staðföst trú þeirra að núverandi innflutningsbann á fersku kjöti frá aðildarríkjum EES-samningsins gangi gegn ákvæðum samningsins og samningsskuldbindingum íslenska ríkisins.

Þess er krafist að innflutningur á fersku kjöti, sem er í samræmi við samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöf.

EFTA dómstóllinn hafði áður dæmt að þessar hindranir samræmdust ekki EES-samningnum.

Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hefur lýst því yfir að Alþingi eigi að koma tafarlaust saman og aflétta öllum höftum á innflutningi á hráu kjöti til landsins.

Hræsni í rökum talsmanna um óheftan innflutning
Úrskurður héraðsdóms féll föstudaginn 18. nóvember, sama dag og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin helgaði aukinni vitund um sýklalyfjaónæmi.

Vilhjálmur Ari Arason, sérfræðingur í sýklalyfjanotkun barna og útbreiðslusýklaónæmra baktería, sagði í samtalið við Bændablaðið fyrr á þessu ári: „Að mínu mati felst mikil hræsni í því þegar menn tala á móti þeim aðferðum sem við höfum til að halda hættu á sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería niðri og vísa í máli sínu til hags neytenda.

Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikað niður og tala einnig niður til heilbrigðisstafsfólks sem glöggt þekkja til málsins. Sumir nefna að við komust auðveldlega í snertingu við þessar bakteríur erlendis, sem er satt. En þar borðum við yfirleitt bakteríurnar og drepum þær þannig eða þvoum þær af okkur jafnóðum. Þótt vissulega sé hætta í einhverjum tilvikum á bakteríurnar berist með okkur eða erlendu ferðafólki til landsins.

Hrátt kjöt getur hins vegar borið mikið magn baktería á yfirborði sínu sem auðveldlega getur borist í líkamsflóruna okkar úr því.

Samkvæmt lýðheilsusjónarmiðum erum við að minnsta kosti að taka rosalega áhættu með því að flytja kjöt óhindrað til landsins. Kjöti sem gæti verið í allt að þriðjungi tilfella smitað af algengum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum eins og svokölluðum klasakokkum sem varla finnast ennþá hér á landi.“
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...