Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Birgir Jónsson úr Stykkishólmi stillir hér búnaðinn við ósa Haffjarðarár.
Birgir Jónsson úr Stykkishólmi stillir hér búnaðinn við ósa Haffjarðarár.
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnarbúnaði var beitt í þeim tilgangi að halda mávum frá laxaseiðum sem voru að ganga til sjávar.

Ingi Fróði Helgason er umsjónarmaður með þessu verkefni í Haffjarðará. Hann segist vera áhugamaður um vernd villta íslenska laxastofnsins og í grúski sínu um hvernig halda mætti varginum frá þessum dýrmætu seiðum hafi hann komist á snoðir um þessa fuglavarnarleið sem möguleika á að halda fuglunum frá ósnum.

„Það er þekkt að mestar líkur eru á afföllum þegar seiðin ganga til sjávar. Það virðist vera sem eitthvað gerist líffræðilega í seiðunum þegar komið er í saltvatnið þannig að þau verða eiginlega rænulaus í smá stund áður en þau ná áttum og taka stefnuna út á sjó. Þá fljóta þau upp á yfirborðið og eru auðveld bráð fyrir mávana sem virðast vera með það innprentað inn í sitt erfðaefni hvenær þessar göngur eru.“

Virkar á alla máva nema hettumáva

Ingi hefur starfað við ána í 30 ár og segist hann hafa prófað að sitja um mávana með byssu en það hafi haft takmörkuð áhrif til lengdar. Hann segir að þetta séu mávategundir sem ganga að veisluborðinu vísu; sílamávur, svartbakur og hettumávur aðallega. „Við settum upp tvö svona tæki frá fyrirtækinu Fuglavörnum síðasta sumar sem virka þannig að þau gefa frá sér viðvörunarhljóð máva – og þessi hljóð koma tilviljunarkennt þannig að mávarnir virðast ekki geta áttað sig á því að þetta séu ekki raunverulegar viðvaranir. Nema hettumávurinn – hann lætur ekki blekkjast. Ég vona hins vegar að hann sé meira í minni sílum og seiðum en sjógönguseiðunum þar sem hann er minni en hinar mávategundirnar.“

Spurður um árangurinn af þessari tilraun frá síðasta ári, segir Ingi að þeirra tilfinning sé að tækin hafi náð að halda varginum að mestu leyti frá á þessum niðurgöngutíma. Tæki hafi verið hvort á sínum bakkanum og í það minnsta hafi þetta verið tilraunarinnar virði – enda kostnaðurinn óverulegur við að leigja þessi tæki og mikil verðmæti í húfi. „Við erum með tvö tæki líka núna en málið er að við munum sjá það nú í byrjun sumars hvort þessi tilfinning okkar er rétt, því þá ganga laxarnir upp í ána sem tækin björguðu síðasta vor.

Stærsti hluti seiðanna kemur aftur upp í árnar eftir eitt ár en svo er líka verðmætur hlutur sem kemur eftir tvö ár í sjó sem stærri fiskur.“

Hvert seiði er dýrmætt

Ingi telur að eigendur og umsjónarmenn annarra laxveiðiáa ættu að gefa þessum möguleika gaum. „Hver einasti villti lax er dýrmætur og því mikilvægt fyrir allar ár, litlar sem stórar, að landeigendur reyni að gera það sem í þeirra valdi stendur til að auka möguleika villta laxins á að lifa af og þetta sé kannski eitt atriði af mörgum sem gæti skipt máli þegar upp er staðið.“

Skylt efni: fuglavarnir | laxaseiði

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...