Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Ræktum Ísland á fundunum ásamt verkefnisstjórunum Hlédísi Sveinsdóttur og Birni Bjarnasyni.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Ræktum Ísland á fundunum ásamt verkefnisstjórunum Hlédísi Sveinsdóttur og Birni Bjarnasyni.
Mynd / Golli
Fréttir 1. júní 2021

Fundaröð hefst í kvöld til kynningar á drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

Fundaröð til kynningar á Ræktum Ísland, drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, hefst í kvöld.

Fyrsti fundurinn er haldinn í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri klukkan 20. Á morgun verður fundað í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, einnig klukkan 20.

Ræktum Ísland hefur verið kallað umræðuskjal og er hægt að veita umsögn um það í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí.

Í umræðuskjalinu er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana. 

Í tillögum verkefnisstjórnar er hugað að umgjörð landbúnaðarins í heild og því ekki fjallað sérstaklega um einstakar búgreinar. Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og er tilgangur skjalsins að vísa vegin við gerð slíkra samninga í framtíðinni. 

Fundadagskráin er eftirfarandi: 

  1. Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
  2. Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði
  3. Blönduós 8. júní kl. 16:00. Eyvindarstofa (Athuga breytt staðsetning - ekki Félagsheimilið Blönduósi)
  4. Eyjafjörður 8. júní kl. 20:30. Hlíðarbær.
  5. Þistilfjörður 9. júní kl. 12:00. Svalbarðsskóli.
  6. Egilsstaðir 9. júní kl. 20:00. Valaskjálf
  7. Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12:00. Nýheimar.
  8. Selfoss 14. júní kl. 20:00. Þingborg.
  9. Höfuðborgarsvæðið 15.júní kl. 20:00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
  10. Opinn fjarfundur. Nánar auglýstur síðar. 

Ræktum Ísland! Umræðuskjal (pdf)

Ræktum Ísland! Umræðuskjal (hljóðbók)

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...