Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Ræktum Ísland á fundunum ásamt verkefnisstjórunum Hlédísi Sveinsdóttur og Birni Bjarnasyni.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Ræktum Ísland á fundunum ásamt verkefnisstjórunum Hlédísi Sveinsdóttur og Birni Bjarnasyni.
Mynd / Golli
Fréttir 1. júní 2021

Fundaröð hefst í kvöld til kynningar á drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

Fundaröð til kynningar á Ræktum Ísland, drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, hefst í kvöld.

Fyrsti fundurinn er haldinn í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri klukkan 20. Á morgun verður fundað í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, einnig klukkan 20.

Ræktum Ísland hefur verið kallað umræðuskjal og er hægt að veita umsögn um það í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí.

Í umræðuskjalinu er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana. 

Í tillögum verkefnisstjórnar er hugað að umgjörð landbúnaðarins í heild og því ekki fjallað sérstaklega um einstakar búgreinar. Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og er tilgangur skjalsins að vísa vegin við gerð slíkra samninga í framtíðinni. 

Fundadagskráin er eftirfarandi: 

  1. Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
  2. Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði
  3. Blönduós 8. júní kl. 16:00. Eyvindarstofa (Athuga breytt staðsetning - ekki Félagsheimilið Blönduósi)
  4. Eyjafjörður 8. júní kl. 20:30. Hlíðarbær.
  5. Þistilfjörður 9. júní kl. 12:00. Svalbarðsskóli.
  6. Egilsstaðir 9. júní kl. 20:00. Valaskjálf
  7. Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12:00. Nýheimar.
  8. Selfoss 14. júní kl. 20:00. Þingborg.
  9. Höfuðborgarsvæðið 15.júní kl. 20:00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
  10. Opinn fjarfundur. Nánar auglýstur síðar. 

Ræktum Ísland! Umræðuskjal (pdf)

Ræktum Ísland! Umræðuskjal (hljóðbók)

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...