Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Ræktum Ísland á fundunum ásamt verkefnisstjórunum Hlédísi Sveinsdóttur og Birni Bjarnasyni.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Ræktum Ísland á fundunum ásamt verkefnisstjórunum Hlédísi Sveinsdóttur og Birni Bjarnasyni.
Mynd / Golli
Fréttir 1. júní 2021

Fundaröð hefst í kvöld til kynningar á drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

Fundaröð til kynningar á Ræktum Ísland, drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, hefst í kvöld.

Fyrsti fundurinn er haldinn í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri klukkan 20. Á morgun verður fundað í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, einnig klukkan 20.

Ræktum Ísland hefur verið kallað umræðuskjal og er hægt að veita umsögn um það í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí.

Í umræðuskjalinu er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana. 

Í tillögum verkefnisstjórnar er hugað að umgjörð landbúnaðarins í heild og því ekki fjallað sérstaklega um einstakar búgreinar. Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og er tilgangur skjalsins að vísa vegin við gerð slíkra samninga í framtíðinni. 

Fundadagskráin er eftirfarandi: 

  1. Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
  2. Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði
  3. Blönduós 8. júní kl. 16:00. Eyvindarstofa (Athuga breytt staðsetning - ekki Félagsheimilið Blönduósi)
  4. Eyjafjörður 8. júní kl. 20:30. Hlíðarbær.
  5. Þistilfjörður 9. júní kl. 12:00. Svalbarðsskóli.
  6. Egilsstaðir 9. júní kl. 20:00. Valaskjálf
  7. Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12:00. Nýheimar.
  8. Selfoss 14. júní kl. 20:00. Þingborg.
  9. Höfuðborgarsvæðið 15.júní kl. 20:00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
  10. Opinn fjarfundur. Nánar auglýstur síðar. 

Ræktum Ísland! Umræðuskjal (pdf)

Ræktum Ísland! Umræðuskjal (hljóðbók)

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...