Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í verkefninu Fundið fé – þróun á framleiðslukerfi í sauðfjárrækt eru settar fram leiðir til frekari verðmætasköpunar fyrir íslenska sauðfjárbændur, meðal annars með því að fjölga burðum.
Í verkefninu Fundið fé – þróun á framleiðslukerfi í sauðfjárrækt eru settar fram leiðir til frekari verðmætasköpunar fyrir íslenska sauðfjárbændur, meðal annars með því að fjölga burðum.
Mynd / smh
Fréttir 30. mars 2022

Fundið fé – aukin verðmæti út úr sauðfjárræktinni

Höfundur: smh

Fyrir rúmu ári síðan var farið af stað með nýtt verkefni hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem hafði það að markmiði að skoða möguleikana á skilvirkari framleiðslu í sauðfjárrækt og bættari nýtingu aðfanga.

Í verkefninu, sem heitir „Fundið fé – þróun á framleiðslukerfi í sauðfjárrækt“, voru skoðaðar leiðir til að fjölga burðum yfir árið og nýta um leið sauðamjólk til frekari afurðavinnslu.

Verkefnið leiðir í ljós að möguleikar eru í stöðunni fyrir bændur til að brjótast út úr þeim bágu kjörum sem þeim stendur til boða í hefðbundinni sláturtíð.

Runólfur Sigursveinsson hefur leitt verkefnið af hálfu RML. „Verkefnið er fjármagnað bæði í gegnum styrk úr Matvælasjóði og með vinnuframlagi frá RML. Verið er leggja lokahönd á vinnslu verkefnisins en því mun ljúka nú á vormánuðum,“ segir hann.

Runólfur Sigursveinsson, verkefnis- stjóri hjá RML. Mynd / Aðsend
Möguleikar til að auka árstekjurnar

Að sögn Runólfs var markmið verkefnisins að skoða möguleika íslenskra sauðfjárbænda til að auka árstekjur sínar eftir hverja vetrarfóðraða kind. „Sérstaklega voru skoðaðir möguleikar á að fjölga burðum á ársgrundvelli – þrír burðir á tveimur árum – og einnig að nýta sauðamjólk til afurðavinnslu samhliða kjötframleiðslunni.

Loks að vera með dreifðari burðatíma en nú er venjan, með það að markmiði að geta verið með ferskt lambakjöt lengur á markaði en hefðbundin haustslátrun gefur möguleika á.“

Möguleiki að láta ær bera á átta mánaða millibili

„Við leituðum víða fanga við vinnslu verkefnisins, til dæmis var farið yfir íslenskar lífeðlisfræðilegar rannsóknir á burðartíma íslenskra áa sem unnar voru á sínum tíma á seinni hluta síðustu aldar af dr. Ólafi R. Dýrmundssyni. Þær niðurstöður sýndu að hægt væri að stjórna að hluta fengitíma og þá burðartíma. Möguleikar væru að láta íslenskar ær bera með átta mánaða millibili og ná þannig þremur burðum á tveimur árum.

Sömuleiðis var leitað fanga í nágrannalöndum og í Kanada varðandi mismunandi framleiðslu- kerfi sem byggja á því að vera með ferskt lambakjöt á markaði nær allt árið. Eins var haft samband við starfandi bændur hér á landi sem hafa verið að spreyta sig á nýbreytni og markaðssetningu, m.a. í heimavinnslu og beinni sölu. Meðal annars sauðfjárbú sem hafa farið út í mjólkurframleiðslu að hluta og í kjölfarið farið í vinnslu úr henni í formi sauðaosta,“ útskýrir Runólfur.

Hægt að ná meiru út úr fjárstofninum

Runólfur segir að svona verkefni geti opnað enn frekar á að einstakir bændur leiti fjölbreyttari leiða til að ná meiru út úr sínum bústofni en þeir hafi núna miðað við þetta lága afurðaverð út úr hefðbundinni slátrun í september og október.

„Þegar eru ákveðnar vísbendingar komnar fram um slíkt. Nefna má líka að til dæmis í Kanada er ferskt og ófrosið lambakjöt í boði nær allt árið. Sömuleiðis virðast vera að skapast auknir möguleikar á örsláturhúsum eða verktakaslátrun sem skapa einmitt þessa möguleika að hafa ferskt lambakjöt á boðstólum í lengri tíma ársins en er núna.

Mögulega mun svona verk­efni einnig opna frekar augu framleiðenda fyrir fjölbreyttari framleiðslu með tilliti til mismunandi markaðssetningu – til dæmis beint til veitingahúsa og/eða mun meira inn á staðbundna veitingastaði með hliðsjón af ferðaþjónustunni á hverjum stað.“

Þrjár leiðir til breyttra framleiðsluhátta

„Síðustu hlutar verkefnisins felast í því að settar eru upp þrjár mögulegar leiðir til breyttra framleiðsluhátta með það að markmiði að ná aukinni nýtingu á aðföngum í framleiðslu sauðfjár annars vegar og hins vegar að skapa sér sterkari grunn í tekjuöflun viðkomandi bús,“ segir Runólfur. „Í þessu sambandi er lögð áhersla á hagvæmnigreiningu hverrar leiðar fyrir sig út frá ákveðnum forsendum.

Í fyrsta lagi framleiðslukerfi út frá þremur burðum á tveimur árum. Í öðru lagi að fara út í mjólkurframleiðslu og ostagerð með kjötframleiðslunni. Í þriðja lagi að vera með dreifðan burðartíma að hluta. Náttúrulegur fengitími íslenska fjárkynsins er frá nóvember og fram í apríl þó svo hefðbundinn fengitími sé í raun í desember og fyrri hluta janúar. Með þessari leið yrði sláturtími lamba því mun dreifðari en hann er í dag – og þar með auknir möguleikar á fersku lambakjöti í lengri tíma á markaði.

Síðasti hluti verkefnisins verður að útbúa fræðslu- og kynningarefni, ætlað sem fyrstu skref í þekkingarleit fyrir þá einstaklinga sem hafa hug á að skoða frekar möguleika sína út frá sinni aðstöðu til að takast á við breytta framleiðsluhætti. Jafnframt verða unnir rafrænir leiðbeiningabæklingar og mögulega frekari kynningar á fundum meðal sauðfjárbænda,“ segir Runólfur að lokum, spurður um hvað verði um niðurstöður verkefnisins.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...