Fyrsta skóflustunga GeoSalmo
Framkvæmdir við nýja hátæknilandeldisstöð vestan við Þorlákshöfn hófust með táknrænum hætti 18. janúar.
Stefnt er að því að stöðin verði tekin í notkun 2026. Með fyrsta áfanga verkefnisins er stefnt að árlegri framleiðslugetu upp á sjö þúsund og fimm hundruð tonn af laxi. Samkvæmt áætlunum munu fyrstu afurðirnar koma á markað í lok árs 2027. Fullbyggð stöð mun geta alið tuttugu og fjögur þúsund tonn af fiski á ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá GeoSalmo.
Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri GeoSalmo, sagði við tilefnið að þetta væri meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hafi ráðist í á Íslandi.