Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur landeldisfyrirtæki eru nú innan þeirra vébanda, eitt hefur þegar hafið rekstur en hin eru í uppbyggingarfasa.
Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur landeldisfyrirtæki eru nú innan þeirra vébanda, eitt hefur þegar hafið rekstur en hin eru í uppbyggingarfasa.
Framkvæmdir við nýja hátæknilandeldisstöð vestan við Þorlákshöfn hófust með táknrænum hætti 18. janúar.
Nýjasta viðbótin við félagskerfi Bændasamtaka Íslands (BÍ) er fiskeldisfyrirtækið GeoSalmo, sem nýverið gekk inn í búgreinadeild landeldis. Fyrirtækið hyggur á uppbyggingu sinnar landeldis- stöðvar í vor á Laxabraut við Þorlákshöfn og kemur sér þar fyrir við hlið fyrirtækisins Landeldis, sem var stofnaðili búgreinarinnar innan BÍ.