Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrsta slætti víðast lokið
Fréttir 25. júlí 2019

Fyrsta slætti víðast lokið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heyskapur hefur gengið vel á Norður- og Suðurlandi í sumar og fyrsta slætti víðast lokið og annar sláttur hafinn. Tún í Lóni eru sums staðar illa farin af þurrki.

Sigurgeir Hreinsson, fram-kvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að fyrsti sláttur hafi hafist um 10. júní og gengið ágætlega. „Það var skúrasamt á tímabili og menn þurftu því að hafa hraðar hendur eins og þeir hafa reyndar oft í dag með góðum græjum. Tekjan eftir fyrsta slátt var frá því að lafa í meðaluppskeru og í að vera 30% minni en í meðalári þar sem er þurrlent. Nú er víða orðið svo loðið að menn eru farnir í annan slátt en undanfarið hefur verið skúrasamt og það hefur tafið fyrir.“

Miðað við sprettuna undanfarið tel ég víst að þeir sem klára annan slátt á næstu dögum þurfi að slá í þriðja sinn í lok ágúst.“

Að sögn Sigurgeirs hófst sláttur í Þingeyjarsýslu seinna en í Eyjafirði og enn seinna sem austar dró og þar sé sláttur ekki enn hafinn á sumum stöðum.

Góð tíð á Suðurlandi

Sveinn Sigurmundsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir að tíðin á Suðurlandi hafi verið góð það sem af er sumri. „Langflestir bændur eru langt komnir með fyrsta slátt eða búnir með hann. Margir eiga eftir að slá hána og grænkál þegar líður að hausti. Ég hef ekki heyrt annað en að heyskapurinn hafi gengið vel hjá öllum og tekjan sæmileg.“

Sveinn segist hafa verið á ferð í Austur-Skaftafellssýslu fyrir skömmu og komið honum á óvart hvað mörg tún í Lóni voru illa farin af þurrkum. 

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...