Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrstu íslensku hamptrefjaplöturnar
Fréttir 9. janúar 2020

Fyrstu íslensku hamptrefjaplöturnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta trefjaplatan úr stilkum iðnaðarhamps sem ræktaður var á bænum Gautavík í Berufirði síðastliðið sumar leit dagsins ljós fyrir skömmu. Pálmi Einarsson, bóndi í Gautavík og iðnhönnuður, framleiddi plötuna.

Úr plötunni skar Pálmi svo út hamplauf í geislaskurðarvél fyrirtækisins Geislar sem er staðsett á bænum og er í eigu hjónanna Pálma og Oddnýjar Önnu Björnsdóttur.

Matvinnsluvélin kom sér vel

„Ég notaði Kitchenaid matvinnsluvél sem við hjónin fengum í jólagjöf til að hakka stönglana niður, þar sem við eigum enn sem komið er engin sérhæfð tæki til þess. Ég byrjaði á því að skera út mót úr akrýlplasti. Að því loknu blandaði ég epoxy resíni saman við hampkurlið, setti í mótið og pressaði saman.

Þegar resínið var búið að taka sig nokkrum klukkutímum síðar, tók ég mótið í sundur og trefjaplötuna úr. Ég átti þetta resín til en í framtíðinni er ætlunin að nota eitthvað umhverfisvænna,“ segir Pálmi.

Markmiðinu náð

Pálmi segir að meginmarkmiðið með hampverkefninu, fyrir utan að vekja athygli á notagildi hampsins og möguleika hans til að stórauka sjálfbærni á fjölmörgum sviðum, hafi verið að kanna hvort hægt væri að rækta hamp til að nota sem hráefni í framleiðsluvörur Geisla og verða þannig sjálfbærari um hráefni.

„Í dag notum við innfluttan krossvið og svokallaðar MDF plötur til að skera vörurnar okkar úr. Íslendinga hefur löngum skort hráefni til iðnaðar og við teljum að iðnaðarhampur sé raunhæfur valkostur enda hægt að rækta hann bæði úti og inni, við eigum nóg landsvæði og næga orku. Bónusinn er að hampurinn bindur meira kolefni en nokkur önnur planta og þarf engin eiturefni til að þrífast og er því einstaklega umhverfisvænn.“

Næstu skref

Að sögn Pálma mun þróunarvinnan við framleiðsluna halda áfram og að næsta skref sé að fjárfesta í afhýðingarvél.

„Sú vél mun hafa töluvert meiri afkastagetu en eldhústæki og til kaupa á henni verður meðal annars notaður styrkur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem við fengum nýlega.Reynsla okkar til þessa hefur sýnt okkur að framtíð iðnaðarhamps á Íslandi sé björt, enda var tilgangurinn með þessu að færa hann aftur undir ljósið,“ segir Pálmi að lokum.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...