Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Höfundur: Steinn Jóhannsson, rektor frá Tjörn í Þykkvabæ

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á milli margra frambjóðenda.

Steinn Jóhannsson

Hvort frambjóðandi hafi þekkingu eða reynslu af íslenskum landbúnaði er líklega eitthvað sem lesendur Bændablaðsins velta fyrir sér. Mig langar því að vekja athygli á að Baldur Þórhallsson, prófessor frá Ægissíðu í Rangárvallasýslu, er í framboði. Forseti mun ekki leysa þau vandamál sem íslenskur landbúnaður glímir við en miklu skiptir að hann skilji líf og störf bænda og þess vegna er mikilvægt að kjósendur kynni sér vel Baldur og hans stefnumál.

Baldur er í grunninn sveitastrákur og því með reynslu af landbúnaði og sem dæmi þá sá hann um sauðfjárbúskap afa síns þegar hann veiktist en þá var Baldur 13 til 17 ára gamall. Einnig starfaði hann ungur að aldri í skeifnaverksmiðju í tvö ár og hefur auk þess komið að fjölbreyttum landbúnaðarstörfum á Ægissíðu, t.d. kartöflurækt, hestamennsku, o.fl. Síðustu ár hefur Baldur, ásamt fjölskyldu sinni, rekið Hellana á Hellu sem eru í landi föður hans þar sem þau hafa einnig leigt út smáhýsi. Því má segja að hann sé hálfgerður ferðaþjónustubóndi í hlutastarfi.

Að hafa frambjóðanda sem hefur jafn víðtæka reynslu af landbúnaðarstörfum og Baldur eru forréttindi fyrir kjósendur. Baldur skilur svo sannarlega hvað íslenskir bændur eru að glíma við og þau verkefni sem koma daglega við sögu.

Ekki spillir fyrir að Baldur hefur gríðarlega þekkingu á stjórnkerfi landsins og alþjóðamálum og er einn mesti sérfræðingur heims í smáríkjafræðum. Allir þessir ofangreindu kostir gera Baldur mjög hæfan sem forseta nái hann kjöri.

Kjörorð Baldurs í kosninga­baráttunni er „vinnum saman“ og það lýsir einmitt Baldri. Hann er ósérhlífinn og gengur í öll störf og leggur öllum lið. Hann væri sterkur liðsmaður íslensks landbúnaðar sem forseti á Bessastöðum. Kjósum Baldur og tryggjum að komandi forseti hafi þekkingu og reynslu af íslenskum landbúnaði.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...