Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara
Fréttir 22. janúar 2015

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Víða við landið er að finna beltisþara í töluverðu magni en sennilega er hvergi jafnmikið af honum og í Breiðafirði.

Hugmyndir hafa verið uppi um mögulega nýtingu hans og því var ráðist í rannsóknir á þeim atriðum sem hafa þarf í huga til að fá sem besta vöru úr hráefninu.

Uppskerutími í maí og júní

Á heimasíðu Matís segir að uppskerutími þarans er í maí og júní en þá er hann laus við ásætur að mestu leyti. Mismunandi efnainnihald reyndist vera í þaranum eftir aldri hans, ungur beltisþari innihélt t.a.m. minna prótein og salt en ársgamall beltisþari sem safnað var á sama tíma, joðmagn reyndist hinsvegar hærra í yngri þaranum. Töluverður munur kom í ljós á útliti, bragði og áferð eftir þeirri meðhöndlun sem þarinn fékk.

Réttur uppskerutími og meðhöndlun geta því haft úrslitaáhrif á gæði hráefnisins og þeirra afurða sem unnar eru úr því.

Styrkt af AVS sjóðnum
Verkefnið var styrkt af AVS sjóðnum og unnið í samstarfi Matís og Íslenskrar bláskeljar í Stykkishólmi. Skýrslu um verkefnið má finna á vefsíðu Matís, nánari upplýsingar veitir Þóra Valsdóttir hjá Matís.

Skylt efni: rannsóknir | beltisþari | Matís

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...