Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lúpína, Landgræðslan
Lúpína, Landgræðslan
Fréttir 12. mars 2018

Gamlir lúpínuakrar til leigu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugi fyrir að brjóta nýtt land til ræktunar hefur aukist hér á landi. Í eigu Landgræðslu Íslands er land sem hæglega er hægt að nota í þessum tilgangi og því hefur Landgræðslan ákveðið að leigja óbrotið land til ræktunar í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.

Reynir Þorsteinsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Landgræðslunnar, segir á heimasíðu Landgræðslunnar að auðvelt sé að koma við stórum vinnuvélum á þessum svæðum sem eru slétt og víðfeðm. „Um er að ræða gamla lúpínuakra sem hættir eru að þjóna tilgangi sínum en eru hentugir til annars konar ræktunar svo sem fyrir korn eða tún. Í Gunnarsholti eru tugir hektara, þar sem áður voru lúpínuakrar, komnir í korn eða túnrækt.“

Leiguverð er samkvæmt gjaldskrá Landgræðslunnar. Umsóknir skal senda á netfangið reynir@land.is og er umsóknarfrestur til 10. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Reynir í síma 892-1347. Einnig getur fólk sent fyrirspurnir á netfangið reynir@land.is.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...