Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Sælkerapoppkornið Ástrík Poppkorn. Ásthildur Björgvinsdóttir þróaði það heima hjá sér í eldhúsinu en færði sig svo yfir í Matarsmiðju Matís fyrir framleiðsluna.
Sælkerapoppkornið Ástrík Poppkorn. Ásthildur Björgvinsdóttir þróaði það heima hjá sér í eldhúsinu en færði sig svo yfir í Matarsmiðju Matís fyrir framleiðsluna.
Fréttir 2. apríl 2024

Geitapylsur, ærkjöt, geitaostar og sauðamjólkurís

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matarmarkaður smáframleiðenda matvæla var haldinn á 1. hæð aðalbyggingar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri 7. mars.þar sem gestir gátu nælt sér í margvíslegar krásir úr smiðju matarfrumkvöðla úr þéttbýli og af landsbyggðinni.

Markaðurinn var haldinn í kjölfar málþingsins Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu, þar sem Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, fór yfir stöðu og horfur fyrir sína félagsmenn. Íþyngjandi regluverk utan um þessa tegund matvælaframleiðslu er talin vera helsta ógnin og hamlar frekari framþróun.

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð árið 2019 og þar innanborðs eru bændur úr félagsskapnum Beint frá býli sem stofnaður var árið 2008. Af þeim 208 framleiðslufyrirtækjum sem eru í samtökunum eru 75 prósent á landsbyggðinni en 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu.

Á markaðinum mátti meðal annars finna geita-, lamba- og ærkjöt í ýmsum myndum, pylsur, paté, kæfur, ostar, sinnep, síróp og hlaup, krydd, hvítlaukssalt, sveppasalt, harðfisksnakk, sultur og marmelaði, te, drykkir úr íslenskum jurtum og skógarafurðum, sælkerapoppkorn, frostþurrkað sælgæti, bakkelsi, konfekt og ís. Bændur og smáframleiðendur eru með ýmislegt annað handverk á sínum prjónum en matvæli og á markaðnum mátti einnig finna sápur, krem, gærur, sauða- og geitaband, uppskriftir og prjónapakka.

9 myndir:

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...