Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Getum og ættum að rækta meira korn
Mynd / smh
Fréttir 28. júlí 2021

Getum og ættum að rækta meira korn

Höfundur: ghp

Raunhæft er að stefna að því að innan tíu ára verði helmingur af því korni sem við neytum ræktað hér á landi. Það er gróft mat Hrannars Smára Hilmarssonar, tilraunastjóra í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands, en hann var viðmælandi Guðrúnar Huldu í þættinum Fæðuöryggi á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins, fyrir skömmu.

Frjósamur jarðvegur, löng sumur og hlýir vetur eru ástæður þess að Ísland er vel til þess fallið að rækta korn.

„Við eigum nóg land, með hæfni, þekkingu og markað. Það vantar í raun bara voða lítið upp á til þess að við getum verið sjálfum okkur nóg um helstu kornvörur,“ segir Hrannar Smári og nefnir nærtækt dæmi frá Noregi, þar sem ákveðið var að auka hlutdeild af innlendu hveiti á markaði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Í dag rækta Norðmenn 70% af öllu hveiti sem er neytt þar í landi og eru sjálfum sér nógir um hafra.

„Það þarf í raun bara að sama ákvörðun sé tekin hér á landi, að við ásetjum það markmið að rækta okkar korn sjálf. Það er alveg hægt að rökstyðja það með fæðuöryggisskýrslum og spádómi um stríð, en mér finnst ekki þurfa svo drastískan rökstuðning, fyrir þessari ákvörðun. Það er bara svo sjálfsagður hlutur, að við ræktum okkar korn. Kannski náum við ekki svo góðum árangri að allt brauðið í bakaríinu sé úr íslensku hveiti, en það er sjálfsagt mál að við nálgumst það hlutfall að meira en helmingurinn af því korni sem er notað innanlands sé úr íslenskri jörð. Ég held við gætum alveg náð því markmiði á innan við tíu árum. Það þarf bara að gera það,“ segir hann.

Að búa og að vera

Styrkjaumhverfi landbúnaðarins ber einnig á góma í þættinum en Hrannar beinir sjónum að mikilvægum plöntukynbóta-verkefnum, sem hann telur aldrei hafa verið jafn munaðarlaus í íslenskri stjórnsýslu. Hann bendir m.a. á að vegna séríslenskra umhverfisaðstæðna eigi slík verkefni enga von um styrki í alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Mikilvægi plöntukynbótaverkefna séu hins vegar sambærileg við húsdýrakynbætur og nauðsynlegt sé að þær fari fram statt og stöðugt. Óábyrgt sé að kynbæta ekki helstu nytjajurtir að íslenskum aðstæðum, því með rannsóknum og verkefnum sé verið að tryggja fæðuöryggi.

„Við getum alveg náð árangri með því að flytja inn plöntur frá útlöndum og stundað engar kynbætur. Bara sleppt því. Við getum alveg sleppt því að stunda rannsóknir í gróðurhúsum og flutt inn þekkinguna frá Hollandi. Við getum alveg sleppt því að stunda rannsóknir í heilbrigðisvísindum og tekið bara upp þekkinguna annars staðar frá. En það er ekki ábyrg hegðun þjóðar að taka ekki þátt. Við berum skyldu gagnvart alþjóðasamfélaginu að stunda þessar rannsóknir. Við gætum alveg eins minnkað umfang kynbóta í mjólkurkúastofninum og flutt inn erlend mjólkurkyn. Við þurfum kannski líka að spyrja okkur hvað það er sem okkur langar að gera. Hvernig viljum við búa á þessu landi? Og að búa er ekki að taka með sér nesti og dveljast einhvers staðar. Það er í rauninni að yrkja þitt eigið land, með þínum eigin aðföngum. Það er það sem skapar þjóð og ef við eigum okkar eigin nytjaplöntustofna, húsdýrastofna og okkar eigið fræ, eigið sáðkorn, þá held ég að við eigum meiri verðmæti sem þjóð. Mér finnst það skipta máli. Ég vil búa hér. Ég vil ekki bara vera hér,“ segir Hrannar Smári.

Hér er hægt að hlusta á viðtal við Hrannar Smára, en þáttaröðina Fæðuöryggi, ásamt fleiri áhugaverðum hlaðvörpum, á Hlöðunni. Hlaðan er aðgengileg á vefsíðu Bændablaðsins og öllum helstu hlaðvarpsveitum, s.s. Spotify og Apple Podcast.

Skylt efni: Hvanneyri kornrækt

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...