Getum og ættum að rækta meira korn
Raunhæft er að stefna að því að innan tíu ára verði helmingur af því korni sem við neytum ræktað hér á landi. Það er gróft mat Hrannars Smára Hilmarssonar, tilraunastjóra í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands, en hann var viðmælandi Guðrúnar Huldu í þættinum Fæðuöryggi á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins, fyrir skömmu.