Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð með hátíðlegri athöfn um liðna helgi.  Um borðaklippingar sáu eldri borgarar sveitarfélaganna hvort sínum megin ganganna.
Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð með hátíðlegri athöfn um liðna helgi. Um borðaklippingar sáu eldri borgarar sveitarfélaganna hvort sínum megin ganganna.
Fréttir 23. janúar 2019

Gjörbreytir samgöngum á svæðinu og leysir af hættulegan veg um Víkurskarð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð með hátíðlegri athöfn um liðna helgi. Vaðlaheiðargöng eru á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og er ætlað að leysa af veginn um Víkurskarð sem getur verið mjög erfiður og hættulegur yfirferðar á vetrum. 
 
Heildarlengd ganganna með vegskálum er um 7,5 kílómetrar. Með tilkomu þeirra styttist þjóðvegur 1 frá Akureyri til Húsavíkur um 16 kílómetra.
 
Framkvæmdir hófust við gerð ganganna sumarið 2013 og hafa þær staðið yfir síðan, eða í fimm og hálft ár. Forsaga gangagerðarinnar nær aftur til ársins 2002 þegar unnin var skýrsla um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og ári síðar stóð Eyþing fyrir stofun Greiðrar leiðar, félags um framkvæmd og rekstur Vaðlaheiðarganga, en að því stóðu þau 20 sveitarfélög sem mynduðu Eyþing auk 10 fyrirtækja.
 
 
Fornbílar óku um nýju jarðgöngin við opnunina.  
 
Fordæmalausar tafir
 
Félagið Vaðlaheiðargöng var stofnað árið 2011 um gangagerðina, Vegagerðin með 51% hlut og Greið leið með 49%. Upphaflega stóð til að opna göngin fyrir umferð síðla árs 2016, en fordæmalausar aðstæður, m.a. mikið rennsli bæði á heitu og köldu vatni, töfðu framkvæmdir verulega. ÍAV hf/Marti Constractors lts - Ósafl var aðalverktaki við gerð ganganna, Vegagerðin stýrði hönnun þeirra og veglínu, en verkfræðistofurnar Mannvit, Verkís, Efla og Verkfræðistofa Norðurlands veittu ráðgjöf við hönnun. Framkvæmdaeftirlit var í höndum GeoTek og Eflu. Hönnun og tæknileg útfærsla á gjaldtökukerfi var í höndum verkfræðistofunnar Raftákns og Stefna hugbúnaðarhús sá um forritun. 
 
Endurgreiðsla á tæpum 30 árum
 
Heildarkostnaður við gerð Vaðlaheiðarganga er um 17 milljarðar króna og ráð fyrir því gert að hann verði endurgreiddur á 28 árum. Vegfarendur greiða veggjald fyrir að aka um Vaðlaheiðargöng og er það greitt í gegnum vefsíðuna veggjald.is eða tunnel.is og þar er að finna upplýsingar um gjaldskrá en eitt stakt gjald fyrir fólksbíl kostar 1.500 krónur. Hægt er að lækka þann kostnað með því að kaupa fleiri ferðir í einu. Stakt gjald fyrir bíla yfir 3.500 kíló er 6.000 krónur. 

7 myndir:

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...