Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Góð vísa er aldrei of oft kveðin
Fréttir 21. desember 2015

Góð vísa er aldrei of oft kveðin

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir ári síðan var þessi pistill skrifaður og er hér birtur nú aftur að mestu óbreyttur frá jólablaði Bændablaðsins 2014. 
 
Fátt gleður augað meira en sú hefð Íslendinga að skreyta ýmislegt með alls konar ljósum í desember. Kunningi minn er einn af þessum sem skreyta meira en aðrir og vekur athygli. Þegar hann byrjaði að skreyta svona mikið gerði hann mörg mistök, setti of margar seríur á of lítið rafmagn, ekki allir tenglar og fjöltengi vatnsheld og í rigningu sló allt út. Fjöltengi og framlengingarsnúrur þurfa að þola álagið og íslenskt veðurfar sem þeim er ætlað, annars er hætta á íkveikju og útslætti á rafmagni, en mikið af framlengingarsnúrum eru ekki ætlaðar fyrir mikið rafmagn og geta hitnað mikið við álag. Að kaupa ódýr fjöltengi og framlengingarsnúrur getur verið kostnaðarsamt ef illa fer. 
 
Slökkvitæki, reykskynjarar og eldvarnarteppi er skyldueign
 
Kertanotkun eykst hjá flestum um jól og áramót, en að mörgu er að hyggja þegar kerti eru annars vegar. Dæmi eru um kertaskreytingar sem hafa fuðrað upp og valdið miklum eldsvoða, heimilisdýr rekið sig í kerti og kveikt í, vindgustur í gardínum yfir kerti og gardínan fuðraði upp, svona má eflaust lengi upp telja. Mörgum eldsvoða hafa reykskynjarar bjargað, en í þeim þarf að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári. Ágætis regla er að hafa ákveðinn dag til að skipta um rafhlöðuna og mæli ég með að nota Þorláksmessu sem „reykskynjararafhlöðudaginn“. Slökkvitæki eiga að vera til á öllum heimilum og ef hæðir eru margar ætti að vera eitt slökkvitæki á hverri hæð, þau þarf að yfirfæra reglulega (sjá merkingar á tækjunum). Eldvarnarteppi á að vera staðsett nálægt eldavélinni á hverju heimili.
 
Njótum jólanna í kærleik og verum vinir 
 
Jól og áramót er sá tími ársins sem vinir og ættingjar hittast mikið og er flestum mjög kær. Það er einnig börn og fullorðið fólk sem líður illa og kvíðir fyrir þessum hátíðisdögum af ýmsum ástæðum. Sýnum kærleika um jólin, verum góð hvert við annað, elskum náungann eins og við elskum okkur sjálf. Ég vil þakka þeim sem hafa gefið sér tíma til að lesa þessa stuttu pistla síðastliðið ár og vona að þeir hafi komið einhverjum að gagni. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!  
Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...